Framsókn og VG úr leik næstu 20 árin

Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fara inn í ríkisstjórn hefur hún slíkt fylgi að hún verður ekki kosin í burtu næstu 20 árin.  Þau eru með þvílíkan meirihluta að VG og Framsókn eiga ekki séns.  Það eina sem gæti sprengt stjórnina væri innbyrðisátök í flokkunum sjálfum.

Þetta vita Steingrímur og Jón og gráta nú að hafa ekki haft rænu á að höstla Ingibjörgu strax eftir kosningar.  Þeir eru því fastir í stjórnarandstöðu til ársins 2027 nema það verði enn lengur.


mbl.is Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En skv. einhverju viðtali sem ég heyrði við Ólaf Harðar þá falla ríkisstjórnir yfirleitt ekki í kosningum, sama hvað meirihlutinn er mikill eða lítill. Það virðist þrennt geta komið til 1)ef kvarnast það mikið af fylginu að munar einum manni eins og hefur gerst nokkrum sinnum, t.d. núna, þá virðist það verða til þess að flokkar treysti sér ekki til að koma málum fram 2) innanflokksátök 3) trúnaðarbrestur milli flokkanna sem verður þá líklega oftar áður en til kosninga kemur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Rétt.  En það er í öllu falli ekkert sem VG og Framsókn geta gert í því máli nema auðvitað að saxa á fylgið þeirra.  Þar held ég að Framsókn sé líklegri en VG.  VG er óánægjufylgisflokkur sem er ólíklegt að verði stærri en 20%.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.5.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband