Gott fyrir Samfó - vont fyrir Ágúst

Þetta voru auðsjáanlega vonbrigði fyrir Ágúst.  Á hinn bóginn er Samfylkingin í ákveðinni hættu nú þegar formaður hennar fer í utanríkisráðuneytið.  Það er ekki góður staður fyrir flokksformann því flokkurinn verður meira og minna stjórnlaus á meðan flokksformaðurinn er á fartinni út um allan heim, hún tekur gloppótt þátt í málefnastarfi o.s.frv.

Þetta er ekki gott og hefur farið illa með marga flokka, t.d. Framsókn þegar Halldór var í þessu embætti.  Samfylkingin þarf að vera meðvituð um þessa hættu og aðrir lykilmenn í flokknum þurfa meðvitað að taka að sér að standa vörð um flokkinn sem slíkan i fjarveru formanns.  Þar stendur varaformaðurinn klárlega fremstur og það er því nokkur léttir fyrir flokkinn sem slíkan að hann skuli ekki hafa verið gerður að ráðherra þótt það séu auðvitað vonbrigði fyrir hann persónulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband