Ekki allt sem sýnist varðandi útstrikanir Björns

Mikið hefur verið rætt um útstrikanir Björns Bjarnasonar.  Við megum samt ekki gleyma einu varðandi þessar útstrikanir.

  • 38% kjósenda greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði sín í kjördæmi Björns.
  • 7,6% kjósenda strikuðu yfir Björn (20% af 38% = 7,6% af kjósendum alls). 
  • Það þýðir að 30,4% kjósenda kusu Sjálfstæðisflokkinn en strikuðu EKKI yfir Björn.
  • 30,4% er meira fylgi en nokkur ráðherra Samfylkingarinnar og reyndar meira fylgi en nokkur þingmaður utan Sjálfstæðisflokksins getur státað sig af hvaðan sem er á landinu.

Þessi umræða um útstrikanirnar er því ekki alltaf eðlileg burt séð frá því hvað manni finnst um Björn Bjarnason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Örn Rafnsson

Það breytir engu um það að í Björns tilviki og einnig í tilviki Árna Johnsen er verið að senda þessum þingmönnum skýr skilaboð með þessum útstrikunum, og það er bara alveg með ólíkindum að báðir þessir aðilar eru svo úr takti að þeir virðast ekki skilja sneiðarnar.  Við erum að tala um mestu útstrikanir sem um getur í sögunni, hvorki meira né minna.

Báðir þessir aðilar eiga að sjálfsögðu að taka þessu af karlmennsku og axla ábyrgð.  Það er alveg kominn tími til að menn axli sína ábyrgð hér á Íslandi eins og í velflestum öðrum siðmenntuðum löndum er gert.

Hitt er verra, og alveg hreint miklu verra, að Geir skuli gera Björn að ráðherra þrátt fyrir þetta.  Það er algjör fjarstæða, og ekkert minna, alveg sama hvernig þú kýst að leika þér með tölur, það breytir bara því miður engu.

Það er alkunna að það er hægt að leika sér með tölfræði á alla vegu.  Sama skoðanakönnunin á t.d. sjónvarpsáhorfi getur þýtt sigur fyrir alla, það er bara spurning hvernig á tölurnar er litið hverju sinni.  Staðreyndirnar um þessar miklu útstrikanir standa hinsvegar eftir, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, og engu máli skiptir hvaða álit þeir hafa á persónum viðkomandi manna.  Ég þekki þá ekki neitt, og hef engar skoðanir á þeim á þann veg.

 kv, Rúnar Rafnsson

Rúnar Örn Rafnsson, 24.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband