Er betra að láta stjórnmálamennina dreifa milljörðunum?

"Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi" er gömul saga og ný.

Hvernig ætlar Björn Ingi að fara að þessu?  Telur hann stjórnmálamennina vera betri í að dreifa þessum milljörðum til vina sinna en að láta markaðinn um að beina þessu þangað sem framleiðnin er best?

Á hvaða forsendum eiga stjórnmálamennirnir að dreifa milljörðunum?
Verður þeim dreift á fyrirtæki í byggðarlögunum sem standa ekki undir sér?  Munu því fylgja fleiri milljarðar í styrki eins og var áður en kvótakerfið komst á koppinn?  Munu viðtakendurnir raunverulega nýta kvótann í byggðarlaginu eða leigja hann einhvert annað og hirða mismuninn?  Hvernig verður hægt að koma í veg fyrir það?

Björn Ingi vill vel en hugmyndin er afleit.  Það er búið að taka tæp þrjátíu ár að hreinsa upp skítinn í þessum byggðarlögum, hreinsa upp fyrirtækin sem var haldið á lífi með styrkjum upp á hundruð milljóna.  Skapa raunhæfar lausnir og finna aðrar leiðir.  Þetta hefur kostað blóð, svita og tár og nú ætlar hann að taka skref til baka þannig að einhver annar sem á eftir honum kemur þurfi síðan að taka aðra lotu og hreinsa upp eftir hann.

Þegar kvóti er fluttur frá einu byggðarlagi til annars þýðir það alltaf að fólkið í byggðarlagi A missir vinnuna þótt fólkið í byggðarlagi B fá vinnu.  Þá er væntanlega farið aftur í það næsta ár á eftir að bjarga byggðarlagi A með því að flytja kvótann aftur til baka þannig að fólkið sem fékk vinnu árið áður missi hana og fólkið sem missti vinnu árið áður fái hana.

Vonandi er þetta ekki upphafið af endurskipulagningu Framsóknarflokksins.  Þá erum við í vondum málum.


mbl.is Björn Ingi: Viðbót í aflaheimildum síðar fari til svæða en ekki kvótaeigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband