29.6.2007 | 18:41
Fólkið í byggðunum gerir ekki í málinu
Ástæðan fyrir því að forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja geta gengið burtu með fjöregg byggðanna er sú að fólkið sem býr á þessum stöðum hefur ekki gert nóg í því að koma eggjunum í fleiri körfur. Það er ekki eðlilegt eða heppilegt að samfélag standi og falli með einu fyrirtæki.
Við verðum að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að bjarga þorskinum til langs tíma. Síðan verðum við sameiginlega að bregðast við afleiðingum þeirra aðgerða á einstök byggðarlög og landið í heild til skamms tíma.
Pössum okkur! Nú er hart í ári og nú ríður á að við panikkum ekki í þessu máli. Við megum ekki rústa kvótakerfinu á þann hátt að taka fiskveiðiheimildir frá markaðnum og láta pólitíkusa fara að dreifa þeim á vini sína í einstökum þorpum. Það væri afleitt skref aftur á bak og ekki til góðs fyrir greinina.
Séu rangar fiskifræðilegar forsendur að baki þeim aflaheimildum sem úthluta á þurfum við að lagfæra þær. Það hefur með að gera ákvörðunina um það HVERJU er úthlutað. Það hefur ekkert með að gera HVERNIG því er úthlutað. Kvótakerfið snýst um HVERNIG ekki HVERJU.
Hörð gagnrýni á Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.