Sameinum Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á Lönguskerjum

 

Notum söluhagnaðinn af Vatnsmýrinni til að byggja undir flugvöll úti á Lönguskerjum.

Möguleikarnir sem nefndir hafa verið eru 1. Áfram í Vatnsmýrinni 2. Hólmsheiði 3. Keflavíkurflugvöllur 4. Löngusker.

VATNSMÝRIN

KOSTIR: Góðu staðsetning fyrir flugvöll veðurfarslega og m.t.t. miðbæjar Reykjavíkur.  Veðurfar gott.  Mjög stutt fyrir farþega í innanlandsflugi að komast inn í miðbæinn og aftur út á völl.  Staðsetningin styður þannig við samkeppnisstöðu innanlandsflugsins.Á sínum tíma var svæðið í Vatnsmýrinni tekið eignarnámi til notkunar fyrir flugvöll.  Verði notkuninni breytt í eitthvað annað þarf ríkið að færa erfingjum þáverandi eiganda landsins flugvöllinn aftur eða greiða þeim markaðsvirði landsins.

GALLAR: Skortur á plássi og þ.a.l. möguleikum á framþróun.  Dýrt land inni í miðri borg sem væri hægt að nýta í annað og ná til baka mikilli arðsemi.

HÓLMSHEIÐI

KOSTIR:  Vatnsmýrin losnar, stofnkostnaður lægri en Löngusker. Styttra að fara en til Keflavíkur.

GALLAR: Stendur hátt sem eykur rok, lækkar hitastig um 1-3 gráður frá því sem það er t.d. í Vatnsmýrinni, liggur við hliðina á vatnsverndarsvæði Reykvíkinga og því alveg fráleitt að koma þar upp olíufrekri starfsemi eins og flugvelli.

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR

KOSTIR: Heppilegt að sameina flugvellina.  Langt frá miðbæ Reykjavíkur.  Væri þó brúanlegt með því að koma upp lest suðureftir sem færi á ca. 350-400 km hraða á milli og þannig væri hægt að ná ferðatímanum niður í 10 mínútur.  Söluverðið á Vatnsmýrinni myndi greiða upp stóran hluta stofnkostnaðar við lestina.

GALLAR: Athyglisverð hugmynd en mér skilst að hún sé ekki möguleg frá flugrekstrarlegu sjónarmiði.  Keflavíkurflugvöllur er rokrassgat sem þó kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að nýta hann sem flugvöll fyrir stórar farþegaþotur.  Flugmenn hafa hins vegar sagt mér að minni innanlandsflugsvélar eigi erfitt með að athafna sig í rokinu.  Það ylli því að oft yrði ekki hægt að fljúga innanlandsflugið vegna veðurs.

LÖNGUSKER

KOSTIR:Stutt frá miðborginni.  Ótæmandi möguleikar á stækkun út í sjó.  Nálægðin við sjó veldur því að hitastig er frekar hátt þar sem sjórinn er alltaf yfir frostmarki og hitar því andrúmsloftið.  Ætti ekki að vera mikið vindasamara en núverandi völlur í Vatnsmýrinni þótt það sé örugglega eitthvað vindasamara verandi kominn út á sjó.  Sala á Vatnsmýrinni gæti greitt stóran hluta kostnaðarins við fyllinguna og völlinn.

GALLAR:Hugsanlegt saltaustur frá sjónum yfir flugvallarsvæðið.  Þetta hefur þó verið gert víðar t.d. í Hong kong.  Hljóta að hafa fundið lausn á þessu vandamáli þar. Dýr lausn. 

MÍN NIÐURSTAÐA

Ég tel að af þeim valmöguleikum sem í boði eru séu Lönguskerin skásti kosturinn.  Þó með þeim fyrirvara að það sé veðurfarslega mögulegt.

Næst besti kosturinn er óbreytt ástand, þ.e. flugvöllur í Vatnsmýrinni.  Það skapar þó vissulega marga möguleika að losa Vatnsmýrina, sé það hægt m.t.t. erfðamálanna sem minnst var á hér að ofan.  Ég tel þó næst besta kostinn að hafa flugvöllinn þar áfram fyrst Keflavíkurflugvöllur er veðurfarslega ekki mögulegur.  Væri Keflavíkurflugvöllur möguleg lausn m.t.t. veðurfars væri hann besta lausnin ef tryggðar yrðu samgöngur í bæinn á 10 mínútum.

Önnur lausn er hreinlega að leggja Keflavíkurflugvöll af og byggja innanlands- og millilandaflugvöll úti á Lönguskerjum og sameina flugvellina tvo í þá áttina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjörsamlega sammála þér þarna. Ef á að gera eitthvað í þessu þá er eina vitið að draga flugvöllinn út á Löngusker og gera það almennilega svo hann geti annað millilandatraffík. Þá væri tilvalið að teygja Suðurgötuna yfir á nýja flugvöllinn og þaðan yfir á Álftanes. Þar með er kominn hringtenging á höfuðborgarsvæðinu og búið að opna byggingarland fyrir næstu áratugi, eins og margir arkitektar hafa bent á.

Kristinn Hermannsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband