Umferð skipa í gegnum fiskimiðin

Hvað með aðföng?  Viljum við að olíuskip sigli frá Rússlandi til Vestfjarða í gegnum öll fiskimið Norðurlands og síðan með hreinsaða olíu niður með Vesturlandi og austur með Suðurlandi til Evrópu?  Síðan þarf auðvitað að losa sig við úrganginn.  Hver vill fá hann siglandi í gegnum fiskimiðin?  Þetta er ekki gott mál þegar olía er á undanhaldi í heiminum.  Reisum þarna vetnisverksmiðju.  Næg er fallhæð fossa á Vestfjörðum.
mbl.is Bæjarstjóri Ísafjarðar fylgjandi olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll þessi traffík fer nú þegar í gegnum fiskimið landsin, hún stoppar bara ekki á íslandi. Öll olían og gasið frá lindunum í Noregi og Rússlandi sem fer til vinnslu í Norður Ameríku fer nú þegar um íslenska landhelgi á leið sinni vestur.

Einnig vegna hlýnunnar þá fer að líða að því að norð-vestur siglingaleiðin til kyrrahafsins opnist (sbr. http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/6287436.stm). Þegar byrjað verður að fara þessa leið þá verður traffikin um landhelgi Íslands hugsanlega eins og um lofthelgina.

Þannig að búum þegar við áhættuna en fáum bara ekkert fyrir hana og höfum ekkert um hana að segja. Tekjurnar af því að þjónusta þennan flota geta einnig orðið verulegar og aukið áhuga íslendinga á siglingum á nýjan leik. Því miður þá á vetnisvæðingin en mjög langt í land. Ennfremur er olía einnig mikilvægur hluti annarrar iðnaðarframleiðslu.

En vonandi er hægt að rökræða þetta verkefni án öfga og skotgryfna  eins og Kárahnjúka. Því þetta tengist því hvernig við viljum þróa atvinnuvegi okkar, það vilja eflaust ekki allir vinna á skrifstofu. Með aukinni framleiðni í landbúnaði og sjávarútvegi þarf færri hendur í þessi störf. Því þarf annað að koma í staðinn.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Athyglisverð og málefnaleg athugasemd Magnús.  Takk fyrir hana.

Já, hvert viljum við þróa atvinnuvegi okkar?  Við höfum verið frumvinnsluland, svipað og Afríkulönd og Rússland.  Við höfum verið að framleiða ferskan fisk og flytja hann beint út sem er gott mál því við fáum mikið fyrir hann.  Vorum að framleiða frystan fisk sem við fengum ekki eins mikið fyrir og var því algjör frumvinnslugrein.  Framleiðum ál, flytjum það beint út og látum framleiða úr því annars staðar.  Olíuhreinsunarstöð er mjög í þessum anda.  Vandamálið við frumvinnslu er að hún snýst meira um framleiðslu en framleiðni, þ.e. við fáum aldrei nægilega mikið fyrir hana pr. klst.

Við eigum að einbeita okkur að þjónustu og komast nær kúnnanum því þar er klukkustundin mikið dýrari.  Getum við komið upp vefþjónabúi á Vestfjörðum?  Þar er minni hætta á jarðskjálftum en víðast hvar annars staðar á landinu sem ætti að auka fýsileika svæðisins til geymslu á verðmætum gögnum á rafrænu formi.

Geta Vestfirðir þjónustað meira þennan flota sem siglir fram hjá landinu án þess að skilja neitt eftir sig.  Þótt mér finnist ekkert ákjósanlegt að fá hann of nærri landi sökum mengunarhættu, a.m.k. ekki þau skip sem flytja olíu o.þ.h.

Ég hef þá trú að við eigum að vera að stefna meira í þá áttina heldur en í átt að frumvinnslunni.  Við erum fámenn og eigum ekki að einbeita okkur að massaframleiðslu.  Við eigum að vera góð í klæðskerasaumuðum lausnum (mass-customization) sem krefjast þekkingar sem greitt er fyrir hátt verð.

Geta Vestfirðir markaðssett sig sem fundarstað mitt á milli Ameríku og Evrópu (og jafnvel Asíu þegar flugleiðin yfir pólinn verður fýsilegur kostur)?  Til þess þyrfti góðan flugvöll sem einkaþotur gætu lent á.

Er hægt að flytja flugumsjónarstöðina í Reykjavík að hluta eða öllu leyti vestur á firði?  Þar er allt unnið á skjám og skiptir engu máli hvar hún er staðsett.  Sama er að segja um ratsjárstöðvarnar.  Hvernig er með ýmiss konar stjórnstöðvar s.s. hjá Landsneti.  Þær eru óháðar staðsetningu.  Símver hjá pizzastöðum og fleiri aðilum geta verið hvar sem er.

Hvað með einhvers konar endurvinnslu?  Er hægt að koma fyrir malbikunarstöð sem blandar endurunnum glersalla út í malbikið.  Slíkt er gert t.d. í Sviss, herðir malbikið og kemur glerinu í lóg.

Einhvern veginn finnst mér við vera að stefna í ranga átt með þessari olíuhreinsunarstöð.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.7.2007 kl. 18:20

3 identicon

Þakka þér góð svör við athugasemdum mínum.

Ja, ég get ekki verið sammála staðhæfinguni um framleiðslu og framleiðni. Íslendingar hafa notað hátækni í lágtækni framleiðslu til að auka framleiðni og tekjurnar. Núna standa þessi fyrirtæki framarlega. Þetta eru fyrirtæki eins og með vogi og flæðlínur til að aukaframleiðnina. Vegna þess hve vinnuaflið var dýrt þá borgaði sig tækniveiða vinnsluna og því fengu tæknifyrirtækin tækifæri á því að þróa nyjar lausnir. Án þessara aðstæðna hefðu þessar greinar ekki orðið til.

Þetta er atriðið sem er að vefjast fyrir mér íslensk hátækni hefur þróast sem svar við mannfæð og dýrum mannafla. Það hefur verið hagkvæmt að þróa nýjar lausnir sem síðan hafa nýst annarstaðar. En vetfangurinn þarf að vera til staðar, þannig að með stóriðnaði eins og í áli og hugsanlega olíu vinnslu, erum við ekki að skapa umhverfi fyrir fleiri íslenskum hátækni fyrirtækjum? Sem þá geta lifað mun lengur en til dæmis álfyrirtækin og olían, getur sú vitneskja ekki nýst okkur síðan seinna meir? Er frumframleiðsla ekki grundvöllur fyrir meiri hátækni framleiðslu og þjónustu?

Þetta eru þær spurningar sem vefjast fyrir mér. Einnig hvort þessi þekking sé of dýruverði keyp í formi umhverfistjóns og annara breytingar sem kannski eru ekki afturkræfanleg.

Fiskur verður meiri og meiri frumvinnslu grein, því neytendur munu vilja fiskin alveg eins og við viljum hann þ.e. ferskan. Þetta er gert mögulgt með núverandi kælitækni og flutningsmöguleikum. Því minna sem fiskurinn er unninn og nýrri því betra verð. Stór hluti þess fismetis sem neyt er í evrópu kemur frá kyrrahafi (chile), næst þegar þú ert í evrópskum eða amerískum taktu eftir uppruna svæðinu.

Vestfirðir eru í góðri stöðu gagnvart hafnsækinni iðnaðarstarfsemi, sem einnig er ekki mjög plássfrek. En er síðan illa sett gagnvart flugi vegna sviptivinda sem oft leika um svæðið. Það er einstaklega vera í bókaður í flug sem er í athugun. Einnig er annar samkeppnisþáttur sem gleymist að nefna og er reyndar leiðinlegt að minnast á, er að á Norðurlandi er að húsnæði er mun ódýrarar og því þarf ekki að borga fólki jafn há laun og í Reykjavík til að halda sama kaupmæti.

Símaþjónusta er nokkuð sem vestfirðir gætu vel sinnt og gert betur en aðrir. En Flugið er í Reykjavík, en þetta er möguleiki fyrir Akureyri. Flugumferðarstöð er einnig eitthvað sem vert er að athuga. Þá vaknar spurninginn vill þetta fólk búa á vestfjörðum eða annars staðar á Norðurlandi, geta þessi svæði boðið upp á þau gæði sem þessir starfsmenn leitast eftir?

Ég er því í grunninum hlyntur stóriðju, en það þarf að velja staði fyrir hana. Einnig eins og ég hef skrifað áður þá er hægt að sjá norsku olíuhreinsunarstöðinna í Stavangri (að ég held) úr lofti á leið til Köben. Ég verð að segja að mér fannst þetta vera eins og Örfirisey og Straumsvík. Já Reykvíkingar búa við þessa áhættu allan daginn.

 Með bestu kveðju

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband