Hvern er verið að vernda?

Út á hvað ganga þessi mál?  Er þetta siðgæðismál, vinnuverndarmál, sakamál eða hvað?  Hvað er verið að banna?

Ef þetta er siðgæðismál þá hlýtur dans í opnu rými að vera eins bannaður og í lokuðu rými.

Ef þetta er vinnuverndarmál þá hlýtur þetta að ganga út á að tryggja að viðskiptavinurinn geti ekki misnotað sér aðstöðu sína án þess að starfsmaðurinn geti kallað á hjálp.

Ef þetta er sakamál þá eru engin lög sem banna dans.

 

Reynslan sýnir hins vegar í öðrum löndum að svona starfsemi fylgja alls kyns vandræði og því má færa rök fyrir því að það séu raunverulegir hagsmunir samfélagsins að lögregla hafi aukið eftirlit með þessari starfsemi.  Sú þörf virðist vera uppfyllt samkvæmt dómnum sem og vinnuverndarþörfin sem minnst var hér að ofan.

Er þá einhver ástæða til að vera að fetta fingur út í þetta?


mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Þakka þér fyrir afar skilmælt og vel framfært mál. :)

Gott að allir eru ekki að missa sig yfir hve 'ósiðsamlegur' einkadans er og finnst það réttlæta einhvern fíflaskap.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 20.7.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband