Of mikill starfsaldursmunur

Það er ekkert sem segir að kennari með 15 ára starfsaldur sé betri kennari en einhver með 5 ára starfsaldur.  Það er hægt að rökstyðja að kennari sé að ná fullri kennsluhæfni fyrstu 5 árin eða svo en eftir það er gæði kennarans fyrst og fremst bundin við einstaklinginn.  Því er óeðlilegt að nota lágan starfsaldur til að halda niðri launum kennara.  Kennari á því að vera kominn á full starfsaldurslaun eftir 5 ára kennslu.

Hins vegar á hver skólastjóri að fá t.d. 3% af heildarlaunakostnaði síns skóla til umráða og geta dreift því milli sinna starfsmanna eins og honum sýnist í formi "fastrar greiðslu" sem kæmi til viðbótar mánaðarlaunum.  Á almennum vinnumarkaði hefur framkvæmdastjórinn vald til að umbuna góðum starfsmönnum og sá sveigjanleiki þarf að komast inn í kjarasamninga ríkisins.  Þarna þurfa samningsaðilar að treysta dómgreind skólastjóranna.  Sumir skólastjórar munu ekki standa undir því en langflestir munu standa undir því.  Það eru líka framkvæmdastjórar á almennum vinnumarkaði sem ekki standa undir því og missa allt besta fólkið yfir til betri stjórnenda.  Það sama mun gerast í skólunum.  Þetta er lykilbreyting ef ríkisstarfsfólk vill færast nær almennum markaði í launum.


mbl.is Starfsaldur hefur minni áhrif á laun kennara á Íslandi en í OECD ríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem hafa bloggað um þessa frétt hafa því miður bloggað af vankunnáttu. Það er auðvitað þannig að allir hafa farið í gegnum grunnskóla og haf þar með sína reynslu. Skólastjórar hafa þessa heimild, hún heitir "launapotturinn" bara svona að þú vitir það. Umdeild vissulega, en hefur ekki verið lykillinn að bættumkjörum kennara. Já, grunnskólakennarar eru bæjarstarfsmenn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Kennurum hefur ekki tekist að skapa sátt um það í samfélaginu að þeir eigi að hækka meira en aðrir hópar sem miða sig við þá og fleiri.  Eigi það að takast án þess að öll skriðan fari af stað þá þarf verkalýðshreyfingin að hafa frumkvæði í því máli.  Þangað til það gerist verður engin breyting á þessu máli.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.9.2007 kl. 12:02

3 identicon

Sammála!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband