Dýrasta fýlukast Íslandssögunnar

Það er með ólíkindum hvað þetta fólk er ómerkilegt ef það ætlar að hætta við útrás OR vegna þess að það fékk ekki að vera með í viðræðunum. 

Þetta sama fólk skipaði stjórn fyrir fyrirtækið til þess að sjá um málefni þess en ætlar nú að hafa af borgarbúum milljarða og hugsanlega tugi milljarða tekjur næstu árin og áratugina vegna þess að ÞEIM var ekki sagt frá þessu fyrr en búið var að komast að niðurstöðu hjá meirihluta stjórnar sem ÞEIR reyndar skipuðu sjálfir.

Það er með ólíkindum ef þetta verður niðurstaðan.


mbl.is Átti að vaða yfir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Með eindæmum góð athugasemd hjá þér.

Sólveig Hannesdóttir, 8.10.2007 kl. 14:53

2 identicon

Ja...  má ekki snúa þessu við og kalla þetta frekjukast af meirihlutanum???

En ætli þeir virkilega að reyna að bakka út úr stöðunni þá er ég andskoti hrædd um að það muni kosta þá hevíti mikið!  Hefði ekki verið sniðugast í upphafi að gera hlutina almennilega en ekki hrækja þeim í gegn með þvílíkum yfirgangi og offorsi að allir verða brjál! 

Gígja Hjalta. (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þeir einu sem tapa á þessu eru eigendur OR, þ.e. Reykjavíkurborg og íbúar hennar.

Þeir einu sem græða á þessu eru þeir sem fá tækifæri til að senda einn úr vinahópnum í stjórn OR, þ.e. krakkahópurinn í borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins.

Málið er ekki flóknara.  Þetta er dýrasti stjórnarstóll sögunnar og borgin blæðir.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.10.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband