Björn Ingi minnkar völd sín - Stendur þó sterkari eftir en áður

Það eru allir að tala um að Björn Ingi hafi gert svo vonda hluti en fólk er nú ekkert mikið að lista upp hvað.  Ég held að Björn Ingi hafi staðið sig ágætlega í borgarstjórnarstörfum sínum.  Mistökin sem hann gerði í upphafi kjörtímabilsins voru hins vegar þau að selja sig of dýrt, fá 50% völd en eiga bara 6% stuðning.  Það hefur hleypt illri umræðu í allt tengt Birni Inga og hann hefur ekki átt sér viðreisnar von í neinu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.  Almenningur einfaldlega samþykkti ekki þessa skiptingu.

Núna stígur hann niður og fer í samstarf við þrjá aðra flokka.  Það þýðir að völd hans þynnast úr því að vera 50% í 25-35% vægi í hópnum.  Ég held að þetta valdaafsal geti komið honum vel og valdið því að hann fái meiri viðurkenningu á það sem hann gerir en áður þegar hann hafði ekki umboð til þeirra valda sem hann hafði tekið sér.  Hann hefur verið talinn valdasjúkur og spilltur þess vegna.  Það að hann skyldi afsala sér 50% væginu fyrir minni völd ætti að draga úr þeim orðrómi.

Það verður athyglisvert að fylgjast með borgarmálunum næstu vikur, bæði meirihlutanum og minnihlutanum.  Ætli R-listinn nýi láti okkur bíða í önnur 12 ár eftir Sundabraut og ákvörðun um flugvöllinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband