Markaðsráðarnir fjórir: Verð - Vara - Kynning - Dreifing

Það er markaðslögmál númer eitt að maður stýrir sölu með því að hafa áhrif á markaðsráðana fjóra; verð, vöru, kynningu og dreifingu.

Á Íslandi er áfengisstefnan einmitt að þessu - bara í hina áttina - til minnkunar neyslu:

  • Verð:  Það eru himinháir skattar á áfengi.
  • Vara:  Vöruframboðið er tiltölulega takmarkað þótt það hafi nú batnað verulega.
  • Kynning: Auglýsingar eru bannaðar.
  • Dreifing: Það er einn aðili sem rekur Vínbúðir þannig að maður þarf alltaf að gera sér ferð til að ná sér í áfengi, það kemur ekki til manns þar sem maður er t.d. í matvörubúð að kaupa eitthvað allt annað.

Þessi áhersla hefur verið að virka því tölur sýna að áfengisneysla á Íslandi er minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við t.d. á Norðurlöndum - Sjá töflu.

Ég er hins vegar ekkert endilega á því að RÍKIÐ þurfi að reka þessar verslanir.

Ég tel því að það þurfi ekki að bera B þótt A sé gert.  Það er mín skoðun að það eigi að afnema einkasölu ríkisins á áfengi og selja ÁTVR.  Hins vegar er ég líka á þeirri skoðun að setja eigi í lög að sérstakur inngangur eigi að vera inn í sérstakar vínbúðir.  Þar megi ekki selja annað en vín og að þú eigir alltaf að þurfa að gera þér ferð til að kaupa áfengi, það komi ekki til þín þar sem þú ert t.d. í matvörubúðinni eða sjoppunni að kaupa eitthvað allt annað.

Ef gos væri selt í sér verslunum þá er ég ekki í nokkrum vafa um að ég myndi drekka minna af gosi.  Ég er alveg sannfærður um að verði áfengið flutt inn í matvöruverslanir mun neyslan aukast verulega eins og reyndar Þórólfur sagði í fréttinni eftir þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið.

Það á við um alla markaðssetningu að bætt aðgengi leiðir til aukinnar neyslu sé eftirspurn eftir vörunni á annað borð.

Áfengi er ekki venjuleg vara.  Við erum ekki að eyða milljörðum í endurhæfingu fólks sem hefur borðað of mikið af tómötum eða keypt of marga stóla.  Áfengi er ekki venjuleg neysluvara þar sem ofneysla þess (sem er staðreynd hjá verulegum fjölda fólks) hefur verulega önnur áhrif á samfélagið en neysla á öðrum vörutegundum.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Verð að segja áður en ég byrja, ég er sammála sumu hjá þér, góðir punktar (en ég er samt fylgjandi þessu)... En ég bara verð að benda þér á eina allsvakalega staðhæfingarvillu sem þú gerir (engin árás eða neitt, bara ég hneykslaðist svolítið á þessu) : 

 Eyðum við EKKI hellings pening í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur borðað of mikið af tómötum... hvað um mat yfir höfuð?  Offita er vaxandi vandamál, heilbrigðiskerfið er að standa frammi fyrir þvílíkum heilsukvillum sem tengjast offitu, sem kostar svakalegar upphæðir árlega. Fólk er jú víst að endurhæfa sig vegna offitu, bæði sálarlega sem og líkamlega. Fólk er að fara í magaminnkanir t.d., rándýr aðgerð en getur reynst lífsnauðsynleg fyrir offitusjúkling. Hjartavandamál, öndunarerfiðleikar á borð við astma, sykursýki... Það er hægt að beintengja þessa sjúkdóma ásamt fleirum við offituvandamál, auðvitað geta þessir kvillar tengst öðru líka, en offita getur valdið þessum kvillum. Offita veldur þar af leiðandi líka oft þunglyndi, vegna vigtarinnar sem og líkamlegs ástands. Þannig að offita er sjúkdómur líkt og alkahólismi. OA er held ég stuðningshópur offitusjúklinga.

Auðvitað er hætt að ofdrykkja aukist.

Þegar fólk getur náð í léttvín og bjór hvenær sem er, þá fylgja ekki hugsanir sem oft er þegar ríkið er að loka "Djö... verð að komast í ríkið áður en það lokar" og í framhaldinu "æi ég kaupi bara kippu til að eiga nóg" eða "tvær flöskur af rauðvíni til að eiga nóg" svo er kannski allt heila klabbið drukkið.  Fólk mun fá sér kannski oftar en ég held að það verði í minni mæli en annars, reyndar benti ég á öðru bloggi a ölvunarakstur gæti aukist, sem er auðvitað slæmt, "Skreppa út í 10-11 sem er langt í burtu, eða Select".  Ef sett verða lög um það að áfengið megi eingöngu selja í þar til gerðum deildum, lokuðum, með kössum og eldra starfsfólki þá er það hið besta mál.

En eins og ég sagði, varð bara að benda þér á þetta. 

ViceRoy, 12.10.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband