17.10.2007 | 03:57
Ömurlegur málflutningur Gísla Marteins og félaga
Það var hreinlega skelfilegt að hlusta á borgarstjórnarfundinn í dag og heyra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins með Gísla Martein í broddi fylkingar væla úr sér augun og tapa ærunni á því að reyna að klýna eigin skít á Björn Inga. Ætlar þetta fólk aldrei að viðurkenna að Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Framsókn hefur leitt stjórn OR í nærri tvö ár?
Algerlega fáránlegt að koma fram með þessar ákærur vegna þess að Finnur Ingólfsson og félagar eiga um hálft prósent í REI. Hvaða rugl er þetta? Kristinn Björnsson fyrrverandi Skeljungsforstjóri á þarna mun stærri hlut og er eiginmaður fyrrum ráðherra og forseta alþingis Sólveigar Pétursdóttur. Telji Gísli Marteinn Björn Inga vera að ganga erinda Finns og félaga er þá ekki sjálfgefið að Gísli sé að ganga erinda Kristins og félaga? Auðvitað ekki en málflutningur Gísla Marteins undanfarna daga hefur gjörsamlega rúið hann trausti.
Ég kaus hann og "dvergana sex" í seinustu kosningum en það er ekki fræðilegur möguleiki að ég muni gera þau mistök aftur. Vona heitt og innilega að þessi hópur finni sér eitthvað annað að gera eftir næstu kosningar. Í dag og næstu árin verður þetta hópurinn sem klopraði frá sér Reykjavíkurborg með fádæma heimsku.
Bendi á fínt færslu um málið hjá Elfi Logadóttur sjá: http://elfur.blog.is/blog/elfur/entry/339429/
Tek það fram að vera bæði Finns, Helga S og Kristins Björnssonar í þessum fjárfestingum er fullkomlega eðlileg að mínu mati og mér þykir miður að vera að draga Kristin inn í þessa umræðu. Nýð Gísla Marteins gagnvart Birni gerir það hins vegar óumflýjanlegt.
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.