Áfengi ekki í matvöruverslanir en allir geti rekið vínbúð

Mér finnst að skipta ætti frumvarpi Sigga Kára og félaga um sölu á áfengi upp í tvennt.  Annars vegar HVER megi selja áfengi og hins vegar HVAR megi selja áfengi.

HVER: Mín skoðun er sú að það sé engin ástæða til þess að ríkið reki verslun (hvorki áfengisverslanir né t.d. fríhöfnina í Keflavík) og er þess vegna á þeirri skoðun að hver sem er eigi að fá að reka vínbúð.

HVAR: Hins vegar tel ég að ekki eigi að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum heldur eigi það að vera selt í sérstökum áfengisverslunum.

Ástæða þess að ég tel að það eigi ekki að selja þetta í matvöruverslunum er að rannsóknir sína að þeir sem eru veikir fyrir áfengi drekka töluvert meira af því sé það í boði í matvöruverslunum.  Mér finnst heilsa þeirra einfaldlega meiri hagsmunir en þeir að ég þurfi ekki að taka á mig nokkurra mínútna krók til að koma við í vínbúð vanti mig áfengi. Með því að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum værum við því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband