Eru allir farnir að rannsaka

Til hvers var verið að stofna þennan stýrihóp til hliðar við stjórnina í því skyni að rannsaka REI ef stjórnin ætlar svo líka að fara að rannsaka REI.  Það verður athyglisvert að sjá hvort stjórnin og stýrihópurinn komast að sömu niðurstöðu.

Af hverju var ekki bara skipt um stjórn, endanlegir stjórnarmenn komu inn í stjórnina með Sigrúnu sem stjórnarformann og rannsökuðu málið?  Ef menn hefðu viljað hefði Björn Ingi getað gengið úr stjórninni til áramóta og sett Óskar inn í staðin sem varamann.

Þegar Sjálfstæðismenn tóku við stjórnartaumunum í OR eftir síðustu kosningar veltu þeir við hverjum steini og yfirfóru alla samninga.  Nú kemur nýr meirihluti og gerir það aftur.  Þetta er ekkert óeðlilegt þegar "eigendaskipti" verða við upphafs nýs meirihluta.  Hins vegar kemur það á óvart ef bæði stýrihópurinn og stjórnin ætla að fara að rannsaka málið.

Mál sem ég held að sé ekkert mál.  Ég held að þau muni ekki finna neitt skrítið og að menn komist að því að málið blés upp í réttu hlutfalli við innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum en ekki vegna málsins sjálfs.  Það blés upp og olli tortryggni vegna þess að fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn fannst þeir ekki vera að fá nægar upplýsingar frá samherjum sínum í flokknum sem leiddu stjórn OR.  Til að undirstrika sjálfstæði sitt tóku þeir u-beygju í afstöðu sinni til útrásarinnar og REI frá því sem áður hafði verið samþykkt í stjórn OR, á landsfundi Sjálfsstæðismanna (sjá að neðan) og af fulltrúum flokksins í Landsvirkjun og RARIK svo eitthvað sé nefnt.

Úr "Ályktun um umhverfismál og auðlindanýtingu" af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007:
"Íslensku orkufyrirtækin eru í dag leiðandi þekkingarfyrirtæki Landsfundur fagnar aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna."

 


mbl.is Stjórn OR mun rannsaka samruna REI og Geysis Green Energy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband