Hvernig á að vera hægt að vinna með stjórnmálamönnum?

Athyglisvert að það eru ekki nema tvö ár eða svo síðan nýju raforkulögin tóku gildi.  Þar var sérstaklega búinn til markaður fyrir FRAMLEIÐSLU og sölu á rafmagni.  Nú eru allir á móti því að orkulindirnar séu í einkaeigu stuttu eftir að bændur um allt land hafa verið reisandi virkjanir og borandi borholur til raforkuframleiðslu.

Á landsfundi Sjálfstæðismanna 2007 var sérstaklega tekið fram í ályktun að auka eigi aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna.  Í október var það skyndilega í algjörri andstöðu við stefnu sama flokks, a.m.k. ef maður á að taka mark á borgarfulltrúum og alþingismönnum sem studdu borgarstjórnarfulltrúana í vitleysunni.

3. október greiddu Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Samfylkingarmenn atkvæði með sameiningu REI og GGE auk þjónustusamningsins við OR.  Mánuði seinna riftu þeir öllu.

Hvernig á að vera hægt að vinna með stjórnmálamönnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband