VARÚÐ!!! Sumir einkaaðilar dulbúast sem björgunarsveitir

Við getum treyst á björgunarsveitirnar.  Geta þær treyst á okkur? 

Nú eru alls kyns einkaaðilar seljandi flugelda út um allan bæ til að safna sér fyrir nýjum Range Rover.  71 aðili sótti um leyfi til sölu flugelda á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramótin.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfboðaliða björgunarsveitanna að fá tekjur af flugeldasölu.

Kaupum flugelda af hjálparsveitunum.  Verum alveg viss um að sá sem við erum að versla við sé hjálparsveit.  Ég hef heyrt af söluaðila sem hefur sett upp sölustað við hliðina á sölustað hjálparsveitanna og klæðir starfsfólk sitt í rauðar flíspeysur til að villa um fyrir almenningi en fólk kaupir af honum flugelda og heldur að það sé að kaupa af hjálparsveitunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband