Fáránleg niðurstaða!

Hvernig geta það verið mannréttindi að mega nýta takmarkaða sameign þjóðarinnar til fjáröflunar án þess að hafa keypt sér kvóta?  Ég gæti skilið þetta ef hann hefði verið svangur og ákveðið að veiða fisk í sjó til einkaneyslu.  Ég get ekki valið mér hvaða starf sem ég vil ef það þýðir að ég t.d. steli hlutum út um borg og bý.  Fiskurinn í sjónum er takmörkuð eign, þar af leiðandi aflaheimildirnar einnig og það er ákveðið í lögum hvernig staðið skuli að útdeilingu þeirra.

Þetta er eins og ég fengi þá hugmynd að opna verslun með þýfi og færi að stela og kaupa þýfi út um alla borg á grundvelli þess að það sé komin hefð á þessa starfsgrein.  Menn væru búnir að kaupa og selja þýfi í árþúsundir.  Annað hvort hefur mannréttindanefndin ekki kynnt sér málið nægilega vel eða þá að hún skilað fáránlegri niðurstöðu.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú hefur greinilega ekki rekið þig á að sameign þjóðarinnar er löngu orðið að þjófagóssi í höndum fárra aðila sem hafa verslað með góssið út og austur án þess svo mikið að roðna.

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sameign þjóðarinnar = Atkvæða plokk af verstu gerð. Jóhannes. Hvernig versla þessir menn með kvótann? Þeir taka lán. Þeir taka lán sjálfir. Þeir eru ábyrgir fyrir þessum lánum og verða standa skil á þeim. Þeir eru ekki stela neinu þegar það er keypt og selt. Af hverjum er verið að stela. Hverjum. Nefndu það. Hver tapaði peint peningum á þessu svo kallaða stuldi sem þú sérð í hyllingum.

Fannar frá Rifi, 10.1.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

...og það er ákveðið í lögum hvernig staðið skuli að útdeilingu þeirra.

Það skyldi nú vera að það væri málið!

Í lögunum stendur: "Úthlutun aflaheimilda skapar ekki eignarétt."

Þú hefur vonandi ekki fallið í þá gryfju að taka til máls um efni sem þú þekkir ekki.

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er rétt að úthlutun aflaheimilda skapar ekki eignarrétt á AUÐLINDINNI.  Þú borgar hins vegar fyrir AFNOTIN af henni þangað til þú selur þær heimildir, þ.e. þinn afnotahlut.

Jóhannes, þeir eiga að versla með hana!  Út á það gengur dæmið.  Sá sem kaupir kvóta hlýtur að telja sig geta skapað meiri tekjur af honum en sem nemur kostnaðinum við kaupin.  Annars hefði hann ekki keypt kvótann.  Þannig smám saman hafa aflaheimildirnar verið að safnast til þeirra sem geta gert mest verðmætin úr fiskinum.  Út á það gengur kerfið.  Þeir sem telja sig fá mest fyrir kvótann með því að selja hann gera það og þeir sem telja sig fá mest með því að kaupa kvótann, veiða og selja þeir gera það. 

Eitthvað sem þú keyptir löglega af fyrrverandi eiganda getur ekki flokkast sem þjófagóss.  Það var eigandinn sem ákvað að selja og bauð vöruna á því verði sem hann vildi fá fyrir hana.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.1.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Eigandinn sem ákvað að selja???" Ég veit ekki til þess að fólkið í landinu hafi ákveðið að selja einum eða neinum fiskveiðiauðlindina. Hinsvegar hefur LÍÚ-klíkan unnið að því öllum árum að komast lögformlega yfir þessa sameign landsmanna; stærsti liðurinn í þeirri áætlun hefur verið að gera fiskinn í sjónum að eignarígildi útgerðarmanna með sóðalegu braski, heimatilbúnu ofurverði á aflaheimildum og leigu á kvóta. En nú hefur kvótakerfið sennilega fengið náðarhöggið, þökk sé mínum gamla skipsfélaga og kammerat, Erni Sveinssyni frá Tálknafirði.

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Landfari

Sigurður, ef umsjónarmaður eigna minna lána þér hjólið mitt til eins árs og þú kemst að því á miðju ári að þú hefur ekki þörf fyrir það þá er náttúrulega eðlilegast að þú skilaðir því til mín aftur.

En þar sem þú varst nú búinn að fá það lánað til eins árs og þú vissir að vin þinn vantaði hjól þá leigðir þú honum hjólið mitt og hirtir af því ágóðann. Gott og vel kanski ekki ólöglegt.

Þar sem ég hafði ekki þörf fyrir hjólið að liðnu ári leifði umsjónarmaðurinn þér að hafa hjólið áfram. Vinur þinn þinn fékk sér mótorhjól og þurfiti ekki á hjólinu að halda lengur og skilaði þér því.

Þú vissir af manni sem vantaði í hjól og seldir honum varanlegan afnotarétt af hjólinu (hver er munurinn á að gera það og selja honum hjólið?)

Nú hafa hinsvegar aðstæður breyst og ég veit um aðila sem þarf mun meira á hjólinu að halda en þú og þess vegna vil ég fá hjólið mitt aftur.

Í hvaða stöðu er sá sem borgaði fúlgu fjár fyrir hjólið eða afnotaréttinn af því? Hann fékk yfirdráttarlán í bankanum og er enn að borga hann niður.

Á ég bara að gefa eftir hjólið af því  að þú ert búinn að eyða peningnum sem þú fékkst fyrir söluna á hjóinu (eða afnotaréttinum)

Það var alveg á hreinu að umsjónarmaðurinn  lánaði þér bara hjólið til eins árs í senn. Hann hafði ekki heimild frá mér, eiganda hjólsins til annars.

Situr sá sem keypti afnotaréttinn ekki eftir með sárt ennið að hafa verið svo óskynsamur í fjárfestingum sínum að kaupa eitthvað af einhverjum sem hann vissi að hann átti ekki hleldur var bara með í láni.

Hann sæti í sömu stöðu ef ég ræki nú þennan umsjónarmann fyrir lélega nýtingu á eignum mínum og réði annan sem vildi nú bara leigja sjálfur, fyrir mína hönd, út hjólið eða afnotaréttinn af því.

Málið er að það er hægt að réttlæta kvótakerfið en það er ekki nokkur vegur að réttlæta framkvæmdina á úthlutuninni eða söluheimildir á því sem menn eru með í láni.

Landfari, 10.1.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband