20.1.2008 | 23:01
Sóðalegt frumhlaup biturs og öfundsjúks manns
Þetta var ótrúlegt viðtal og einhvern veginn upplifði maður það sem öfundsýkisvæl manns sem var kominn lengra en Björn og nær tindinum árið 2002 en nú er Guðjón Ólafur fyrrverandi þingmaður sem galt afhroð í síðustu kosningum og var hent út en Björn Ingi tvöfaldaði fylgi sitt á nokkrum vikum, komst í meirihluta þá og aftur núna eftir REI sprenginguna og það þrátt fyrir að stöðugt hafi verið barið á honum allt kjörtímabilið með ásökunum á hann persónulega mun meira en hans verk.
Ásökunin í garð Björns Inga var m.a. sú að í prófkjörsslag hafi hann sagt í baráttu um prófkjörssæti að Guðjón hefði "lítinn kjörþokka". Einhvern tímann hefur maður nú heyrt hærra reitt til höggs í prófkjörsslag án þess að menn mæti vælandi í sjónvarpsviðtal yfir meðferðinni.
Hvernig getur maðurinn líka sagst "fyrst og fremst vera flokksmaður og liðsmaður og alltaf hafa staðið að baki forustu Framsóknarflokksins. Það skipti hann mestu máli að hans liði og flokki gangi vel."...og komið síðan inn í Silfur Egils og atað starfandi oddvita flokksins í höfuðborginni aur. Hvernig í ósköpunum fer þetta saman? Hvernig getur þetta verið flokknum í hag nú þegar á að fara að byggja hann upp? Hvernig getur það verið flokknum í hag að bera persónulegt ósætti þeirra svona á borð fyrir alþjóð?
Ég þekki Björn Inga ekki neitt og ekki heldur Guðjón. Ég er ekki framsóknarmaður og kaus ekki Björn Inga í borgarstjórn. Ég upplifði þetta sem hins vegar sem sóðalegt frumhlaup biturs og öfundsjúks manns sem upplifði að hann hefði orðið undir í baráttunni.
Með mörg hnífasett í bakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.