Allt er hey í harðindum sagði kindin og bruddi gaddavírinn!

Allt er hey í harðindum sagði kindin og bruddi gaddavírinn! Smile 

Örvænting Sjálfstæðismanna á sér engin takmörk.  Hvernig nær maður völdum með öllum tiltækum ráðum og heldur þeim út kjörtímabilið? 

Það er auðvitað algjört glapræði að mynda eins manns meirihluta með Ólafi F. Magnússyni, eins og REI-listinn hefur nú komist að, en Sjallarnir eru meira að segja tilbúnir að gefa frá sér borgarstjórastólinn til að komast að.  Þannig líka tryggja þeir að Ólafur stingi ekki af.  Meðan hann er borgarstjóri slítur hann pottþétt ekki samstarfinu.

En af hverju bjóða þeir Degi ekki sama díl?  Þá væru þeir komnir með sömu samsetningu og í ríkisstjórn og REI-listinn er hvort eð er sprunginn fyrst Ólafur er kominn í þessar viðræður...það væri líka ekki í fyrsta skiptið sem þeir skyldu Ólaf eftir.


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Jæja! Á virkilega að fara að troða Ólafi í borgarstjórastólinn ? Á bara ekki til orð....

Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.1.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Ég hefði nú haldið að þetta væri eitthvað sem þér líkaði Siggi, það á ekki að hrófla við orkuveitunni. En ég held að þetta sé nú bara hið besta mál, allavega betri en samsuðan sem hefur verið síðustu 100 daga...

Jón Ingvar Bragason, 21.1.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þögnin í málefnum OR var æpandi á blaðamannafundinum.  Þeir sögðust bara ætla að leyfa Svandísi að klára starf vinnuhóps Svandísar.  Þorðu ekki út á þann ís sjálfir.  Hver verður niðurstaða hans er órannsakanlegt með öllu. 

Ég taldi þangað til í kvöld að verkefni hans væri fyrst og fremst að sjóða saman niðurstöðu sem gæti látið Svandísi halda andliti í málinu en þessum hópi er nákvæmlega sama um hennar andlit.  Svo lengi sem andlit einhvers annars en þeirra sjálfra verður tengt REI-málinu hrósa þeir happi.

Það seinasta sem heyrðist til Sjallanna í REI málinu var það að þeir vildu loka sjoppunni, selja allt nema rafmagn, heitt og kalt vatn og gera fyrirtækið aftur að gömlu stöðnuðu veitufyrirtæki.  Réttið upp hönd sem hefðuð áhuga á að vinna hjá svoleiðis fyrirtæki!!  Þangað færu engir aðrir en gamlir verkfræðingar á leið á eftirlaun sem væru orðnir þreyttir á verkfræðistofunum.

Nei Jón, hafi verið óvissa um útkomu REI-málsins hefur hún svo sannarlega ekki minnkað með nýjum meirihluta.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spilling og ekkert annað segi ég

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband