Framkvæmdavaldið vill halda í sitt...

Þetta er auðvitað sjálfsögð tillaga frá Ellerti og algjörlega fáránlegur útúrsnúninugur hjá Birgi.  Það er auðvitað minnsta mál að hraðsenda skjöl til undirskriftar með diplómatapósti til forseta á hótel þar sem hann dvelur hverju sinni og síðan aftur heim.  Slíkt er gert alla daga allt árið út um allan heim.

Raunveruleg ástæða þessa er sú að framkvæmdavaldið (sem stýrir löggjafarvaldinu) vill auðvitað helst ná að undirrita lög landsins sjálft án aðkomu forsetans.  Framkvæmdavaldið semur í dag lagafrumvörp, ræðir þau, leiðir umræðuna og samþykktir á Alþingi fyrir hönd löggjafarvaldsins, staðfestir síðan eigin lög sem handhafar forsetavalds og skipar loks dómarana sem eiga að fjalla um vafamálin fari lögin fyrir dómstóla.

Það er auðvitað skoðun fulltrúa framkvæmdavaldsins að leiðindaákvæði eins og að forseti geti vísað störfum þeirra til þjóðarinnar sé auðvitað argasta vesen og komi í veg fyrir að þeir hafi fulla og einhliða stjórn á öllu ferlinu frá a til ö.

Það sem þarf að taka til gagngerrar endurskipulagningar í stjórnskipulagi Íslands er samtvinnun framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds og byrja á því að fjarlægja ráðherra út af Alþingi Íslendinga.  Staða forsetans er í fínu lagi og mjög gott að hann sé utan við fyrrnefnda þrískiptingu og hafi þannig eingöngu skyldur gagnvart þjóðinni.


mbl.is Staðfesting laga með SMS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að fenginni reynslu tel ég að fella verði út heimildir þríhöfðans til að undirrita lög. Alþingi er löggjafarsamkoma og jafnframt löggjafarvald.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur kannski ekki svo þroskaðan skilning á fyrra hlutverkinu en er með það seinna alveg á hreinu.

Meðan sú hætta er fyrir hendi að Sjálfstæðisflokkur hafi meirihlutavald þar ásamt einhverri óskilgreindri hækju á borð við Framsóknarflokk Halldórs Ásgrímssonar er full ástæða til varkárni.

Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks hefur skipað dómara í Hæstarétt svo lengi að trúverðugleiki þess mikilvæga dómstóls er kominn í hættu að mínu mati.

Árni Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Skemmtileg umræða.

Salb, það hafa auðvitað oft og mörgum sinnum verið sett lög á verkföll á Íslandi.  Það eina sem var öðruvísi við flugfreyjuverkfallið og Vigdísi var að það átti að setja lögin á kvennafrídaginn en Vigdís ákvað að bíða með að undirrita þau þangað til daginn eftir. 

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.2.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband