Verður gullkálfinum slátrað?

Hver skyldi verða niðurstaða hópsins?  Verður eitthvað farið eftir niðurstöðu hópsins?  Nær hópurinn einhverri niðurstöðu?

Tvö mál hafa helst lekið út úr vinnu hópsins:

1) Sú hugmynd að flytja eignir REI yfir í Geysi Green og að REI kaupi síðan hlut í Geysi Green.  Þá sitjum við uppi með nákvæmlega eins fyrirtæki að við gerðum í upphafi þegar flytja átti eignirnar í hina áttina, þ.e. úr Geysi Green yfir í REI.  Eini munurinn er sá að búið er að henda 10 milljörðum sem búið var að semja um fyrir Reykvíkinga, Akurnesinga og Borgfirðinga út um gluggann og munu þessir eigendur OR ekki fá arð af þeim og því ekki nýta það fé til góðra verka.

2) Hin hugmyndin er sú að senda Orkuveituna tíu ár aftur í tímann og gera það að gamaldags borgarstofnun.  Í dag starfar fyrirtækið eins og hvert annað fyrirtæki einkaréttarlegs eðlis þótt það sé í eigu sveitarfélaganna.  Þetta þýðir t.d. að fyrirtækið getur gert einstaklingsbundna samninga við sína starfsmenn þurfi það t.d. að koma í veg fyrir að þeir flytji sig til samkeppnisaðila innanlands eða utan.  Verði þessi hugmynd að veruleika mun fyrirtækið ekki geta brugðist við þessu lengur heldur verða að gera sambærilega samninga við hópa samkvæmt flóknum kerfum sem ekki er hægt að laga að einstaklingum, framboði eða eftirspurn eða bregðast við þróun á markaði.  Þetta mun auðvitað gefa tóninn og draga verulega úr því hversu auðvelt verður að halda í gott fólk hjá fyrirtækinu. 

Orkuveitan er viðurkennd eitt fremsta fyrirtæki heims á sínu sviði.  Er það tilviljun?  Fyrirtækið er lifandi, tekur sífelldum breytingum og er í stöðugri þróun.  Var það sama hægt að segja um gömlu veiturnar?  Hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar er mikil mannekla og borginni gengur illa að haldast á fólki.  Það er ekki vandamál hjá OR.  1,5 milljarður er greiddur út árlega til eigenda fyrirtækisins.  Fari það á fullt í útrás má gera ráð fyrir að sú upphæð geti aukist verulega á næstu árum og áratugum.

Ætlum við að slátra gullkálfinum?


mbl.is REI-skýrslan væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband