Enn ein atlagan að orkuútrásinni

Litlir stjórnendur geta ekki haft stóra undirmenn, þær gætu skyggt á þá.  Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar hafa sýnt það í vetur að þeir eru ekki miklir að burðum.

Það velkist enginn í vafa um að Guðmundur Þóroddsson er arkitektinn að Orkuveitunni eins og hún er í dag, þeim breytingum og þeim krafti sem leystur hefur verið úr læðingi á einungis tíu árum.  Fyrirtækið hefur þróast með ótrúlegum krafti úr gömlu veitunum í eitt framsæknasta orkufyrirtæki veraldar.

Það að borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli nú hafa rekið Guðmund er enn einn nagli í líkkistu orkuútrásarinnar eða þess sem eftir er af henni eftir klúður þessa sama hóps í haust sem leið.  Eigi þeir skömm fyrir.  Ætlar þetta klúðurkjörtímabil aldrei að taka enda?

Hjörleifur núverandi forstjóri er vissulega góður maður og fær og vonandi að hann fái að halda áfram störfum.  Hann þarf hins vegar að gæta þess að þær hugmyndir sem hann fær séu nægilega smáar fyrir borgarfulltrúana.  Það er ekkert sem fær mig til að halda að núverandi borgarfulltrúar flokkanna séu hættir að klúðra því sem þeim var treyst fyrir.


mbl.is Guðmundur hættir hjá OR og REY
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að stór hluti starfsmanna Orkuveitunar séu bara hálf fegnir að Guðmundur Þóroddsson hafi verið látin taka pokann sinn. Hann hefur ekki verið að standa sig vel og græðgi hans er skammta átti sjálfum sér tugi miljóna umfram aðra starfsmenn varð honum að falli. Þá muna margir starfsmenn vel eftir þegar þeir voru gabbaðir til að kaupa hlutabréf í Línu-Net og síðan hvernig þau málalok urðu. Margt annað gæti ég talið upp og framkoma gagnvart mörgum eldri starfsmönnum hefur verið til skammar að mínu áliti og þar á sú deild sem þú starfar í mikla sök á. Nei farið hefur fé betra eins og stundum er sagt.

Starfsmaður (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þarna hef ég einfaldlega aðra skoðun en sá sem titlar sig "Starfsmaður" hér að ofan en þorir ekki að koma fram undir nafni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 31.5.2008 kl. 22:56

3 identicon

Málið snýst ekki um að þora. Málið snýst um heiðarleika og réttlæti. Þú kannast kannski við þau orð þegar margir af okkar starfsmönnum hafa verið spurðir hvort þeir ætluðu að vera í liðinu. Ef ekki ertu tekin af lífi, eða þannig. Þetta er jú okkar vinna og lifibrauð og of margir starfsmenn kjósa að þegja heldur en að verða settir út í horn eða jafnvel reknir. Ég veit að margir starfsmenn binda miklar vonir við nýja forstjórann sem hefur því miður hefur lítið getað beitt sér þar sem óljóst var hvort Guðmundur snéri til baka. Mér líst vel á Hjörleif og held að hann sé vel jarðbundinn og vil trúa að hann sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Ég er sannfærður um að það megi ná fram mun meiri orku út úr okkar starfsmönnum með því að sýna meiri virðingu og umhyggju þannig að meiri gleði verði hjá hverjum og einum. Því miður hefur skort verulega á þessa hluti síðan Orkuveitan varð til. Koma svo Hjörleifur, stutt spjall við starfsfólk og meiri sýnileiki hefur gríðarlega góð áhrif og menn upplifa sig þá sem einhvers virði.

Starfsmaður (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Tek undir skoðun þína á Hjörleifi. Afbragðsmaður sem mun gera mjög góða hluti.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.6.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband