Magnús makalausi - Flóttamenn til Akraness - Ekkert mál!

Skv. Hagstofunni fjölgaði íbúum á Akranesi úr 5.955 í 6.345 á milli áranna 2006 og 2007, alls um 390 manns á þessu eina ári. Árin á undan fjölgaði um 127 milli 2004 og 2005 og 173 íbúa 2005 til 2006.

Að halda að samfélagið ráði ekki við að nokkrar konur flytji þangað með börnin sín, samtals um 30 manns er auðvitað fráleitur málflutningur og hefur ekkert með hæfni samfélagsins að gera til að taka á móti fólkinu.

Þá er bara eitt eftir sem getur verið ástæðan fyrir þessum málflutningi Magnúsar og það er almennt viðhorf gagnvart því að þessir tilteknu einstaklingar taki upp búsetu á Akranesi því ekki hefur mér sýnst hann hafa mikið á móti annarri fjölgun í bæjarfélaginu.

Skelfilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Hauksson

Þetta er skritin samlíking.Að spyrða fólk sem flytur að fúsum og frjálsum vilja til Akraness og leigir eða kaupir húsnæði og hefur atvinnu saman við flóttafólk sem er á ábyrgð Félagsmálastofnunar með allar þarfir.

Eyþór Hauksson, 19.5.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Fyrstu 1 til 2 árin heldur Rauði krossinn utan um fólkið á kostnað ríkisins en síðan fer það smám saman að vinna eða í skóla á sama hátt og aðrir sem flytja í sveitarfélagið.  Að sjálfsögðu verða örugglega einhverjir sem sveitarfélagið þarf að annast lengur en það á líka við um aðra bæði innfædda og aðflutta Akurnesinga.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 19.5.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Góður samanburður og ábendingar Siggi. Mér hefur fundist þetta mál hálf skrýtið allan tímann.

Jón Ingvar Bragason, 20.5.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband