Nú hefur ræst það sem ég sagði um ljósmóðurdeiluna!

Nú hefur ræst það sem ég sagði um ljósmóðurdeiluna.

Guðmundur rafvirki er kominn á fullt að innheimta fyrir hans menn það sem ljósmæðurnar fengu.

Guðmundur segir:

"Fjármálaráðherra samdi um 21% launahækkun í síðustu viku og samningamenn hans skála í kampavíni í beinni útsendingu. Dettur nokkrum einasta manni sem minnsta vit hefur á launaþróun og samskiptum á vinnumarkaði, horfandi framan í 16% verðbólgu og allir kjarasamningar losni á næstu 4 mánuðum, að launamenn horfi ekki til þessa fordæmis."

Þótt hinir fái ekki eins mikið og ljósmæðurnar dugar fordæmið þeirra til að lyfta kröfum allra upp fyrir það sem þær annars hefðu verið.  Hélt einhver að öll þessi félög hefðu lýst yfir stuðningi við ljósmæðurnar ljósmæðranna vegna????  Nú er uppskerutími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég hef skrifað um þetta og varað við síðan 8. ágúst.

Nú hefur verkalýðsforystan afhjúpað sig sem hræsnara og í raun lygara. 

Þeir eru ekki hlynntir kjara leiðréttingi á launu Ljósmæðra. Semsagt. Verkalýðsfélögin eru á móti Ljósmæðrum og virða ekki störf þeirra eða þeirra vinnu. 

Fannar frá Rifi, 25.9.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband