Hugmynd

Fyrir nokkrum árum heyrði ég af hugmynd sem mér skilst að hafi verið í gangi í Noregi.  Hún snýst um það að fella niður námslán hjá fólki sem flytur út á land þegar það kemur heim úr námi.

Þannig sæi maður til dæmis að fólk sem settist að utan við t.d. 100 km radíus frá höfuðborginni og utan t.d. 30 km radíus frá Akureyri (þá er Dalvík inni) fengi felld niður námslán hlutfallslega eftir því hversu lengi það dvelur og starfar á svæðinu.

Niðurfellingin er auðvitað pólitískt útfærsluatriði en gæti t.d. byrjað eftir tveggja ára veru og þá féllu niður t.d. 20% af námslánunum, 30% eftir 3 ár, 40% eftir 4 ár upp í 50%.  Gæti líka verið helmingi meira, að öll námslánin féllu niður eftir 5 ára veru á þessum svæðum - eða lengri tíma.

Þarna væri kominn hvati fyrir öflugt velmenntað fólk á besta aldri sem væri að koma úr námi erlendis eða innanlands til að flytja út á land í nokkur ár með tilheyrandi margfeldisáhrifum á samfélögin í formi fjárhagslegs og félagslegs ávinnings. 

Margt af því fólki sem kemur heim er með ung börn og þætti það að mörgu leyti ákjósanlegt að flytja út á land í fimm ár á meðan börnin væru að vaxa úr grasi.  Þarna væri ýtt undir það og margir létu án efa til leiðast.  Því meiri menntun sem fólk er með því meiri hagsmunir væru fyrir það að flytja út á land.  Til dæmis yrði örugglega mun auðveldara að fá lækna út á land en nú er.  Sumt af þessu fólki er utan af landi og þarna væri kominn hvati til að snúa aftur heim með menntunina.  Margir myndu svo jafnvel ílengjast.

Þarna væri verið að flytja það sem mestu máli skiptir út á land - mannauð.  Öflugt fólk finnur sér síðan leið til öflugra verka með tilheyrandi ávinningi fyrir samfélagið í kring.


mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég hef tekið eftir því að menn fá svona allskonar hugmyndir, hvað með ef Verkfræðingur flytur 31,5km frá Ísafirði, hvar á hann að fá vinnu á Ísafirði eða alment fyrir vestan ? og hvað með jafnræði á milli starfsstétta ?

Það má líka hugsa sér að ráða þá hjá orkuveitunni það er dýrmæt reynsla fyrir nýútskrifaðar menntamenn að fá vinnu hjá fyrirtæki þar sem þarf ekki að vinna handtak.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.10.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru útgjöld ríkisins til að mismuna fólki það sem við viljum? Er það nýsköpunin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

"Eru útgjöld ríkisins til að mismuna fólki það sem við viljum? Er það nýsköpunin?"

Það er búið að vera að borga fé til þessara svæða í áratugi í formi ýmiss konar styrkja o.fl. til nýrra fyrirtækja, verkefna o.s.frv.  Er verra að setja þetta fé í fólkið sjálft?  Ef fólkið fær síðan almennilegar hugmyndir þá fer það einfaldlega í bankann eða annað og sækir um lán til að framkvæma þær eins og aðrir.

Það hefur verið vandamál víða um land að ungt fólk yfirgefur svæðin um 16 ára aldur, fer til náms og kemur ekki aftur.  Flytjum hugvitið á staðinn.  Styðjum við hugvitið sjálft en ekki bara fyrirtækin og verkefnin.  Fólkið mun finna sér leið til athafna.

Þorsteinn, þú hefur auðsjáanlega ekki unnið hjá Orkuveitunni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 19.10.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í Danmörku eru veittir styrkir, EKKI námslán! Með því telja Danir sig vera að fjárfesta í mannauði og menntun. Ég lauk námi 1986 og var að borga um daginn af námsláni til Ríkisins rúmar 400.000 (greiðslu númer tvö fyrir 2008) ! Ég tók námslán í 3 ár.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 05:11

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sem segir okkur Kjartan að það væri veruleg hvatning í því fyrir þig að flytja út á land í nokkur ár væri þessu kerfi komið á.  Það samfélag úti á landi sem þú veldir til búsetu myndi njóta krafta og hugvits þíns og þinna á meðan.  Öflugt fólk byggir upp í kringum sig.  Það situr ekki auðum höndum.

Þetta veldur því að menntunin dreifist eðlilega um landið í stað þess að safnast saman í Reykjavík og á Akureyri.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.10.2008 kl. 10:55

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er heilmikið vit í þessari hugmynd. Ef OR eða eitthvað annað fyrirtæki vill nýutskrifað fólk, borga þeir bara betur svo fólk hafi efni á að borga námslánin.

Villi Asgeirsson, 26.10.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Já, þetta vissulega eykur samkeppnisstöðu landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að nýútskrifuðu fólki en það mátti nú kannski alveg við því auk þess sem það er að sjálfsögðu yfirlýst markmið aðgerðarinnar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband