Móšursżki mį ekki rįša ferš

Žaš er aš grżpa um sig ótrśleg móšursżki ķ samfélaginu.  Sumir halda aš allt sé aš hrynja žegar viš erum ķ raun ašeins aš taka efnahagsdżfu, žótt ķ dżpri kanntinum sé.  Eftirfarandi athugasemd skrifaši ég į Eyjunni og fannst įstęša til aš setja hingaš inn.  "Socrates" hafši žar haldiš fram žeirri skošun aš viš ęttum aš hlaupa til Brussel og bišja um aš fį aš vera meš žvķ viš ęttum enga ašra möguleika.  Mašur nęr nś ekki góšum samningum į žeim forsendum og žannig megum viš aldrei halda til samninga, hvorki til Brussel né annaš.  Restin af samręšunum mį finna hérna

Siguršur Viktor Ślfarsson
2. nóvember, 2008 - 01:34

Socrates: “En ķ dag žį ert žetta ekki lengur spurning um val hjį okkur žvķ viš höfum žaš ekki lengur ķ raun. Viš höfšum žaš įšur en vegna žróun mįla žį megum viš žakka fyrir aš fį einhvers stašar inni eins og stašan er nśna žį er ESB besti og lķklega eini kosturinn. ”

Socrates, hvers konar móšursżki er žetta? Viš höfum alltaf val! Alltaf! Žaš er grundvallarregla. Nśna erum viš bśin aš fara ķ gegnum erfišasta mįnuš undanfarinna įratuga, ķ efnahagslegu tilliti. Viš höfum hins vegar aldrei veriš jafn fęr um aš takast į viš hann og einmitt nś.

Icelandair og Össur tilkynna mesta hagnaš ķ sögunni. Nś er mikilvęgt aš panikka ekki.

Viš fengum į okkur efnahagslegan jaršskjįlfta, snjóflóš og fellibyl allt į sama tķma. Nś žurfum viš aš anda rólega. Įkvaršanir sem varša framtiš okkar til langs tķma mega ekki verša teknar į grundvelli stöšunnar sķšasta mįnuš. Viš žurfum aš nį stöšugleika og hefja uppbyggingu. Sķšan getum viš tekiš langtķmaįkvaršanir.

Žegar viš veršum komin aftur į ról, sem veršur fyrr en žś heldur, ŽĮ getum viš rętt um žaš viš ESB HVORT žeir séu eftirsóknarveršir fyrir OKKUR og OKKAR hagsmuni.

Viš megum ALDREI fara til Brussel į žeim forsendum aš viš höfum enga ašra möguleika. Žį veršum öllum okkar hagsmunum trošiš ofan ķ kokiš į okkur. Ętlum viš aš opna fyrir žį fiskimišin? Ętlum viš aš veita žeim ašgengi aš jaršhitanum okkar? Eigum viš olķulindir? Žaš er margt sem styšur žaš aš svo sé. Žaš er żmislegt sem viš höfum en ESB hefur ekki.

Viš eigum fjöldan allan af öflugum fyrirtękjum, sterka lķfeyrissjóši og veršmętar aušlindir, auk velmenntašrar žjóšar sem hefur fariš ķ gegnum margar efnahagslęgšir og er fljót aš jafna sig. Ótrślegur mannaušur er aš leysast śr lęšingi žegar žeir sem bankarnir sogušu til sķn flęša til baka yfir ķ ašrar greina atvinnulķfsins.

Žótt ķ kreppunni mišri verši atvinnuleysiš į Ķslandi ķ efri mörkum žess sem žaš er į venjulegum degi ķ flestum rķkjum Evrópu er ekki daušadómur. Žótt hluti žjóšarinnar žurfi aš lįta frį sér bķlinn og jafnvel minnka viš sig ķ hśsnęši žį höfum viš žaš samt sem įšur mun betra en stór hluti Evrópu, hvaš žį heldur ķbśar annarra hluta heimsins.

Lįtum sem svo aš okkur verši hleypt inn ķ ESB. Žį eigum viš eftir aš uppfylla Maastricht skilyršin įšur en viš getum tekiš upp Evruna. Žegar viš veršum bśin aš uppfylla žau, žį veršum viš komin ķ gegnum dżfuna. Efnahagslķf sem uppfyllir Maastricht skilyršin, žarf žaš į ašstoš aš halda? Žaš er fjarri žvķ aš vera į vonarvöl.

21. öldin veršur ekki öld Evrópu, žaš var 19. öldin. 21. öldin veršur ekki heldur öld Amerķku, var 20. öldin. 21. öldin veršur öld Asķu. Dregur ašild aš ESB śr möguleikum okkar til aš nżta žau tękifęri sem eru aš verša til ķ Asķu? Muniš, viš erum aš horfa til mjög langs tķma.

Stór mynt og markašur er ekki nóg til aš hafa stöšugleika. Į sķšustu 12 mįnušum hefur gengi breska pundsins gagnvart dollar lękkaš śr 2,1 ķ nóvember 2007 ķ 1,54 ķ október 2008. Lękkunin nemur 26%. Žarna erum viš aš tala um mjög stór efnahagssvęši, Bretland og Bandarķkin. Žetta eru vissulega minni sveiflur en krónan hefur tekiš en sżna aš stóru skipin velta lķka. Žaš eru engar patentlausnir.

Hverjir verša hagsmunir okkar eftir 30 įr? Hverjir verša hagsmunir okkar eftir 40 įr? Žaš eru spurningarnar sem viš žurfum aš svara įšur en viš įkvešum aš fara inn ķ ESB. Viš gętum hagsmuna barnanna okkar klįrlega ekki meš žvķ aš hlaupa grįtandi til Brussel įn žess aš telja okkur hafa val. Žannig ženkandi megum viš aldrei ganga til samninga viš nokkurn mann.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hvaaša fjöllum varst žś aš koma vinur? Hér sitja allir vinnufęrir menn uppi meš 80.000.000 kr skuld og ķ ofanįlag tröllaukna kjararżrnun, sem sennilega hleypir žessu upp um helming ķ stęršargrįšu. Žaš žżšir aš ef hver vinnandi mašur hér ynni baaki brotnu alla sķna starfsęfi, žį myndi žaš ekki duga til. Efnahagsdżfa? Žetta er algert hrun. Sešlabankinn er gjaldžrota og viš erum aš steypa okkur ķ hlutfallslegt heimsmet ķ skuldum til aš forša žjóšinni frį gjaldžroti. Žį erum viš bara aš tala um aš jafna nśverandi skuuldir en ekkert til aš byggja upp eša bęta samfélagiš, né koma žvķ ķ gang.

Kannski foršum viš okkur frį žjóšargjaldžroti, en žaš žżšir aš viš munum žurfa aš afsala öllu žvķ sem gerir okkur aš sjįlfstęšri žjóš. Aušlindunum. Lżšręšisrķkiš Ķsland heyrir raunar sögunni til.

Annars er žér velkomiš aš breiša upp fyrir haus og bķša žess aš žetta hverfi. Ekki mį ég banna žér žaš.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:00

2 Smįmynd: Siguršur Viktor Ślfarsson

Jón Steinar,

ķ augnablikinu er engin leiš aš draga žęr įlyktanir sem žś gerir af įstandinu.  Bķšum ķ nokkra mįnuši og žį sjįum viš hver stašan er ķ raun žegar rykiš sest.  Hśn veršur mun betri en sś aš sem žś dregur af įstandinu, vittu til.  Žetta er hvergi nęrri sannleikanum.

Siguršur Viktor Ślfarsson, 2.11.2008 kl. 02:13

3 Smįmynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get meš nokkurri vissu sagt žér aš IMF mun dżpka žetta meš inngripum sķnum og aš aušlindum okkar veršur skįkaš til erlendra aušhringa. Žį veršum viš į nż oršin leigužż erlendra lénsherra. Skošašu hverjir eru aš gręša į mešan restin af heiminum tapar. Skošašu svo hverjir koma žar aš stjórn. Spuršu sjįlfan žig af hverju žaš er rįšgjafi frį JP MOrgan Chase inni ķ sešlabankanum (einkabanki sem allt hefur gleypt og tengis m.a. exxon og Rockefeller er einn stęsti eigandi žar) Skošašu svo John Lipsky, sem er efnahagsrįšgjafi og samningsašili IMF hér. Hann er fyrrverandi stjórnarformašur JP Morgan og bankastjóri Chase Manhattan, sem Morgan gleypti.  Helduršu aš žessir gęjar séu einhver góšgeršarsamtök? Lestu um skķtaslóš IMF. Lestu bókina Confessions of an Economic Hitman eftir John Perkins. Reyndu aš sjį hiš stóra samhengi ķ žessu.

Žetta heitir Globalismi. Ekki ķ skilningnum frjįls og opinn markašur, heldur meiri aušur og völd ķ fęrri hendur, eins og skešur nś. Ķsland er aušugt land aš gęšum og žessir menn hafa haft augastaš į žvķ lengi. Nś munu žeir nżta sér įstandiš. 300.000 hręšur munu ekki vekja žeim velgju. Ég vil lķka minna žig į aš žegar Bear og Stern komu hér og ętlušu aš shorta landinu, žį kom Dabbi ķ veg fyrir žaš og talaši um yfirtökusamsęri annarlegra afla. Hvaš varš um Bear og Stern? Jś, žaš gekk inn ķ JP Morgan Chase....

Žaš er ekki allt eins og žaš sżnist.

Fyrirgefšu svo ef“žér finnst ég óheflašur, en mér finnst rollumentality žjóšarinnar hrollvekjandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:32

4 Smįmynd: Siguršur Viktor Ślfarsson

Jį, žś ert bjartur Jón.  Ķslendingar hafa veriš ķ višskiptum viš JP Morgan svo įratugum skiptir og munu örugglega halda žvķ įfram.  Žaš er aušvitaš hęgt aš teikna upp meiri hįttar samsęriskenningu ķ kringum žetta.  Raunveruleikinn er hins vegar sį aš viš munum komast śt śr žessu fyrr en žś heldur.  Vittu til.

Ķsland er vant žvķ aš fį į sig sveiflur og holskeflur.  Hingaš til höfum viš jafnaš okkur fljótt.  Fyrirsjįanlegt atvinnuleysi er ekkert sem ekki hefur sést ķ Evrópu undanfarna įratugi.  Flest rķki eru skuldug.  Viš veršum žaš lķka.

Žangaš til annaš kemur ķ ljós mun ég ekki hoppa į svartsżnisvagninn meš žér.  Žaš er einfaldlega ekkert ķ spilunum sem styšur žaš.  Žaš fęst į hreint ķ vikunni hvaša ašgeršir IMF fer fram į.  Viš fįum į hreint į nęstu 1-2 įrum hvaš viš fįum fyrir eignir bankana upp ķ žann kostnaš sem viš höfum oršiš fyrir.

Ķslendingar hafa um aldir lifaš viš erfiš kjör.  Žótt viš föllum 5, 10, 15, 20 įr aftur ķ tķmann žį veršum viš samt meš rķkustu žjóšum veraldar.

Lykilatrišiš er žaš aš viš megum ekki fara af hjörum ķ móšursżki.  Viš žurfum aš standa saman, bretta upp ermar og hefja uppbygginguna.  Žaš er einfaldlega žaš eina sem viš getum gert ķ nśverandi ašstöšu og viš erum góš ķ žvķ.

Siguršur Viktor Ślfarsson, 2.11.2008 kl. 03:20

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband