2.11.2008 | 01:47
Móðursýki má ekki ráða ferð
Það er að grýpa um sig ótrúleg móðursýki í samfélaginu. Sumir halda að allt sé að hrynja þegar við erum í raun aðeins að taka efnahagsdýfu, þótt í dýpri kanntinum sé. Eftirfarandi athugasemd skrifaði ég á Eyjunni og fannst ástæða til að setja hingað inn. "Socrates" hafði þar haldið fram þeirri skoðun að við ættum að hlaupa til Brussel og biðja um að fá að vera með því við ættum enga aðra möguleika. Maður nær nú ekki góðum samningum á þeim forsendum og þannig megum við aldrei halda til samninga, hvorki til Brussel né annað. Restin af samræðunum má finna hérna.
Sigurður Viktor Úlfarsson
2. nóvember, 2008 - 01:34Socrates: “En í dag þá ert þetta ekki lengur spurning um val hjá okkur því við höfum það ekki lengur í raun. Við höfðum það áður en vegna þróun mála þá megum við þakka fyrir að fá einhvers staðar inni eins og staðan er núna þá er ESB besti og líklega eini kosturinn. ”
Socrates, hvers konar móðursýki er þetta? Við höfum alltaf val! Alltaf! Það er grundvallarregla. Núna erum við búin að fara í gegnum erfiðasta mánuð undanfarinna áratuga, í efnahagslegu tilliti. Við höfum hins vegar aldrei verið jafn fær um að takast á við hann og einmitt nú.
Icelandair og Össur tilkynna mesta hagnað í sögunni. Nú er mikilvægt að panikka ekki.
Við fengum á okkur efnahagslegan jarðskjálfta, snjóflóð og fellibyl allt á sama tíma. Nú þurfum við að anda rólega. Ákvarðanir sem varða framtið okkar til langs tíma mega ekki verða teknar á grundvelli stöðunnar síðasta mánuð. Við þurfum að ná stöðugleika og hefja uppbyggingu. Síðan getum við tekið langtímaákvarðanir.
Þegar við verðum komin aftur á ról, sem verður fyrr en þú heldur, ÞÁ getum við rætt um það við ESB HVORT þeir séu eftirsóknarverðir fyrir OKKUR og OKKAR hagsmuni.
Við megum ALDREI fara til Brussel á þeim forsendum að við höfum enga aðra möguleika. Þá verðum öllum okkar hagsmunum troðið ofan í kokið á okkur. Ætlum við að opna fyrir þá fiskimiðin? Ætlum við að veita þeim aðgengi að jarðhitanum okkar? Eigum við olíulindir? Það er margt sem styður það að svo sé. Það er ýmislegt sem við höfum en ESB hefur ekki.
Við eigum fjöldan allan af öflugum fyrirtækjum, sterka lífeyrissjóði og verðmætar auðlindir, auk velmenntaðrar þjóðar sem hefur farið í gegnum margar efnahagslægðir og er fljót að jafna sig. Ótrúlegur mannauður er að leysast úr læðingi þegar þeir sem bankarnir soguðu til sín flæða til baka yfir í aðrar greina atvinnulífsins.
Þótt í kreppunni miðri verði atvinnuleysið á Íslandi í efri mörkum þess sem það er á venjulegum degi í flestum ríkjum Evrópu er ekki dauðadómur. Þótt hluti þjóðarinnar þurfi að láta frá sér bílinn og jafnvel minnka við sig í húsnæði þá höfum við það samt sem áður mun betra en stór hluti Evrópu, hvað þá heldur íbúar annarra hluta heimsins.
Látum sem svo að okkur verði hleypt inn í ESB. Þá eigum við eftir að uppfylla Maastricht skilyrðin áður en við getum tekið upp Evruna. Þegar við verðum búin að uppfylla þau, þá verðum við komin í gegnum dýfuna. Efnahagslíf sem uppfyllir Maastricht skilyrðin, þarf það á aðstoð að halda? Það er fjarri því að vera á vonarvöl.
21. öldin verður ekki öld Evrópu, það var 19. öldin. 21. öldin verður ekki heldur öld Ameríku, var 20. öldin. 21. öldin verður öld Asíu. Dregur aðild að ESB úr möguleikum okkar til að nýta þau tækifæri sem eru að verða til í Asíu? Munið, við erum að horfa til mjög langs tíma.
Stór mynt og markaður er ekki nóg til að hafa stöðugleika. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengi breska pundsins gagnvart dollar lækkað úr 2,1 í nóvember 2007 í 1,54 í október 2008. Lækkunin nemur 26%. Þarna erum við að tala um mjög stór efnahagssvæði, Bretland og Bandaríkin. Þetta eru vissulega minni sveiflur en krónan hefur tekið en sýna að stóru skipin velta líka. Það eru engar patentlausnir.
Hverjir verða hagsmunir okkar eftir 30 ár? Hverjir verða hagsmunir okkar eftir 40 ár? Það eru spurningarnar sem við þurfum að svara áður en við ákveðum að fara inn í ESB. Við gætum hagsmuna barnanna okkar klárlega ekki með því að hlaupa grátandi til Brussel án þess að telja okkur hafa val. Þannig þenkandi megum við aldrei ganga til samninga við nokkurn mann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hvaaða fjöllum varst þú að koma vinur? Hér sitja allir vinnufærir menn uppi með 80.000.000 kr skuld og í ofanálag tröllaukna kjararýrnun, sem sennilega hleypir þessu upp um helming í stærðargráðu. Það þýðir að ef hver vinnandi maður hér ynni baaki brotnu alla sína starfsæfi, þá myndi það ekki duga til. Efnahagsdýfa? Þetta er algert hrun. Seðlabankinn er gjaldþrota og við erum að steypa okkur í hlutfallslegt heimsmet í skuldum til að forða þjóðinni frá gjaldþroti. Þá erum við bara að tala um að jafna núverandi skuuldir en ekkert til að byggja upp eða bæta samfélagið, né koma því í gang.
Kannski forðum við okkur frá þjóðargjaldþroti, en það þýðir að við munum þurfa að afsala öllu því sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð. Auðlindunum. Lýðræðisríkið Ísland heyrir raunar sögunni til.
Annars er þér velkomið að breiða upp fyrir haus og bíða þess að þetta hverfi. Ekki má ég banna þér það.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:00
Jón Steinar,
í augnablikinu er engin leið að draga þær ályktanir sem þú gerir af ástandinu. Bíðum í nokkra mánuði og þá sjáum við hver staðan er í raun þegar rykið sest. Hún verður mun betri en sú að sem þú dregur af ástandinu, vittu til. Þetta er hvergi nærri sannleikanum.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2008 kl. 02:13
Ég get með nokkurri vissu sagt þér að IMF mun dýpka þetta með inngripum sínum og að auðlindum okkar verður skákað til erlendra auðhringa. Þá verðum við á ný orðin leiguþý erlendra lénsherra. Skoðaðu hverjir eru að græða á meðan restin af heiminum tapar. Skoðaðu svo hverjir koma þar að stjórn. Spurðu sjálfan þig af hverju það er ráðgjafi frá JP MOrgan Chase inni í seðlabankanum (einkabanki sem allt hefur gleypt og tengis m.a. exxon og Rockefeller er einn stæsti eigandi þar) Skoðaðu svo John Lipsky, sem er efnahagsráðgjafi og samningsaðili IMF hér. Hann er fyrrverandi stjórnarformaður JP Morgan og bankastjóri Chase Manhattan, sem Morgan gleypti. Heldurðu að þessir gæjar séu einhver góðgerðarsamtök? Lestu um skítaslóð IMF. Lestu bókina Confessions of an Economic Hitman eftir John Perkins. Reyndu að sjá hið stóra samhengi í þessu.
Þetta heitir Globalismi. Ekki í skilningnum frjáls og opinn markaður, heldur meiri auður og völd í færri hendur, eins og skeður nú. Ísland er auðugt land að gæðum og þessir menn hafa haft augastað á því lengi. Nú munu þeir nýta sér ástandið. 300.000 hræður munu ekki vekja þeim velgju. Ég vil líka minna þig á að þegar Bear og Stern komu hér og ætluðu að shorta landinu, þá kom Dabbi í veg fyrir það og talaði um yfirtökusamsæri annarlegra afla. Hvað varð um Bear og Stern? Jú, það gekk inn í JP Morgan Chase....
Það er ekki allt eins og það sýnist.
Fyrirgefðu svo ef´þér finnst ég óheflaður, en mér finnst rollumentality þjóðarinnar hrollvekjandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:32
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2008 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.