Ingibjörg verður að velja

Ingibjörg Sólrún verður að velja.  Annað hvort slítur hún stjórnarsamstarfinu, boðar til kosninga, setur saman nýja stjórn, skiptir um yfirstjórn Seðlabankans og tryggir þannig að ríkisstjórn og Seðlabankinn gangi í takt

EÐA

Hún verður að fara að tala í takt við forsætisráðherra.  Hann og Seðlabankinn tala í takt en Ingibjörg er einhvers staðar úti í móa.  Slíkt er óþolandi ástand og gerir það að verkum að hún er í raun ekki stjórntæk eins og staðan er í augnablikinu. 

Formaður stjórnarflokks VERÐUR að styðja gjörðir sinnar eigin ríkisstjórnar eða leggja hana af.  Það að halda henni gangandi en tala sífellt í andstöðu við formann hins ríkisstjórnarflokksins er óásættanlegt.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Geri Haarde gengur ekki í takt við þjóðina sem hefur ekki traust á DO

Seðlabankinn hefur ekki heldur traust annara þjóða.

Þá hefur seðlabankinn gert fjölmörg mistök nú undanfarið

Fyrsta flokks stjórnmálaflokkur telur því ástandið óásættanlegt og vill breytingar.

Hrokaflokkurinn vill hinsvegar sitja á sýnu og viðurkennir ekkert.

Kjósandi, 2.11.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

sammála þér siggi að það er mikilvægt að menn gangi í takt. Geir og Björgvin gengu algörlega í takt til að byrja með og voru fastir sem klettar en þegar Ingibjörg kom aftur fór þetta í tóma vitleysu. Hvort sem menn telji að Davíð sé upphaf alls góðs eða ills að þá er mikilvægt að svona breytingar eigi sér stað að yfirlögðu ráði en ekki með yfirlýsingum og kergju í fjölmiðlum.

Jón Ingvar Bragason, 2.11.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sammála því Jón.  Trúverðugleikinn beið mikinn hnekk þegar Ingibjörg kom inn í dæmið eftir að Björgvin og Geir höfðu staðið sig vel miðað við þær skelfilegu aðstæður sem uppi voru.  Á þessum eina fundi sem hún var á þá var hún í óða önn að tala í allt aðra átt en Geir.  Svoleiðis gengur bara ekki í ástandi eins og núna.

Á sama hátt og Geir getur ekki talað um það að Davíð eigi að fara, heldur annað hvort segir hann honum upp eða styður hann 100%, þá verða Ingibjörg og Geir annað hvort að vinna saman, leggja ágreiningsmál til hliðar og koma fram samhent EÐA að Ingibjörg hreinlega fellir stjórnina.  Núverandi ástand er algerlega óásættanlegt og segir manni að Ingibjörg er ekki stjórntæk enda mjög lík Davíð Oddssyni og nær ófær um að vera ekki í bílstjórasætinu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband