14.11.2008 | 11:55
Kannaði Mogginn ekkert réttmæti frásagnarinnar?
Kannaði Mogginn ekkert réttmæti frásagnarinnar? Getur hvaða vitleysingur sem er bullað frá sér hverju sem er og blaðamenn Morgunblaðsins dæla því bara beint inn á vefinn gagnrýnislaust? Af hverju hafði Mogginn ekki samband við aðila máls og staðfesti söguna áður en hún var birt?
Þetta eru ótrúlega slök vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins og líklega ástæða þess hversu illa fyrirtækið stendur og af hverju áskrifendum hefur farið fækkandi.
Lögregla ber sögu Íslendings til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er grafalvarlegt að birta svona bull þegar við þurfum á vinum að halda
Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 12:18
Ótrúlega sorglegt! Munurinn á bloggi og fréttum fjölmiðils er ritstjórn. Maður gerir þær kröfur til blaðamanna og ritstjórnar að hún vandi sínar fréttir og éti ekki hvað sem er hrátt upp eftir hverjum sem er án nokkurrar gagnrýni eða skoðunar.
Bloggin eru þannig að maður einfaldlega hlustar á suma og aðra ekki og sumt er bara tóm þvæla sem enginn tekur marka á, en maður verður að geta gert meiri kröfur til blaðamanna og fjölmiðlamanna á "virtum" fjölmiðlum. Þeir eru að segja að Davíð Oddsson og Seðlabankinn hafi beðið álitshnekki og skorti trúðverðugleika. Er ekki kominn tími á að íslenskir blaðamenn líti í eigin barm.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.11.2008 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.