14 karlar á myndinni en 1 kona

Hvað veldur því að á myndinni eru 14 karlar en einungis ein kona?  Þetta virðist vera mynd skotið tiltölulega handahófskennt yfir salinn í HR.  Reyndar sjást ekki hliðarvængir salarins og því mögulegt að allar konurnar sitji þar en ekki fyrir miðju.  Það væri hins vegar athyglisvert að heyra í einhverjum sem var á fundinum hvort hlutfallið hafi verið 1 á móti 14?  Það er verra en 14 - 2 hér um árið.

Ef þetta er raunin þá ætti fáum að koma á óvart að meira sé rætt við karla en konur í fjölmiðlum varðandi pólitísk málefni.


mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Konur eru skynsamari er karlar - taka ekki þátt í "keppni" við Króata um að komast í ESB.

Haraldur Hansson, 10.12.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ekki aðal málið að hæft fólk hverju sinni, karlmenn sem kvenmenn, komi þar að sem þeir eru hæfastir. Mér fyndist ekkert skrítnara að sjá 14 kvenmenn og einn karlmann að því tilskyldu að reglan sem hér var minnst á sé í heiðri höfð. Hæfasta manninn að hverju verki, hvort sem hann heitir Sigurður eða Sigrún.

Hættum þesu eilífa væli um kynjakvóta. Hæfasta manninn í málið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.12.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er rétt Predikari en ef konur vilja að við þær sé talað þá verða þær að taka þátt.

Ég tek það fram að ég veit ekki hversu margar konur sátu hægra megin og vinstra megin í salnum en augljóslega var þessi ein í miðjunni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.12.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Einar Jón

Þetta er varla nema 20-25 manna salur. Til vinstri á myndinni virðast öll sætin auð svo að það geta varla verið margar konur að fela sig á hliðarlínunum.

Einar Jón, 11.12.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband