Óeðlileg kynjahlutföll í stjórn Kaupþings

Hulda Dóra er mjög öflug kona og sómi af henni í þessu nýja starfi.  Hins vegar hljóta kynjahlutföllin í stjórninni að vekja spurningar.  Það er óeðlilegt að stjórn eins af stærstu ríkisfyrirtækjunum sé eingöngu skipuð fólki af öðru kyninu.  Það er a.m.k. engan veginn í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.
mbl.is Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta eru vafalaust allt mjög hæfar konur. A.m.k. hef ég enga ástæðu til að ætla annað. Það er einstaklingurinn og hæfileikar hans og geta sem máli skiptir en ekki kyn hans.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég efast ekki um hæfni þessara kvenna.  Það er hins vegar mikilvægt að temja sér þá vinnureglu þegar það er hægt að kynjahlutföll í stjórnum og nefndum sem þessum séu í eðlilegum farvegi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.3.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband