18.5.2009 | 15:20
Gefumst ekki upp þótt móti blási!
1) Núna þurfum við einmitt stórar mannfrekar framkvæmdir sem hægt er að fara í NÚNA!. Ef við ætlum að byrja á einhverju núna þá tekur það lágmark tvö ár að komast í framkvæmd. Þarna eru allar áætlanir og allt hönnunarferlið klárt og einfaldlega hægt að smala fólki á staðinn og halda áfram að vinna. Þess vegna er mikilvægt að láta ekki deigan síga. Það þarf varla að réttlæta tónlistarhúsið sem slíkt, sú umræða hefur verið í gangi í 40 ár.
2) Önnur stórframkvæmd er bygging nýs sjúkrahúss. Þar er um að ræða stóriðju á heilbrigðissviði sem veitir þúsundum hönnuða, verkfræðistofa, iðnaðarmanna og fólki úr fjölmörgum atvinnugreinum vinnu á meðan á byggingu stendur. Þegar húsið er komið upp lækkar það síðan gríðarlega kostnað við rekstur sjúkrahússins auk þess að vera bylting í aðstöðu starfsfólks (sem dregur úr kostnaði við fjarvistir) og sjúklinga sem eykur líkur á farsælli meðferð og lægri endurkomukostnaði. Núna er tími til að bretta upp ermar.
3) Reykjavíkurborg ætti núna líka að skella sér í það að setja Miklubraut í stokk. Þar gæti verið önnur stórframkvæmd með tilheyrandi afleiddum störfum. Öll útboð eru t.d. miklu ódýrari núna en í venjulegu árferði.
4) Las ég ekki um daginn að við værum að greiða 2 milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur? Þá á eftir að bæta við öllum öðrum félagslegum kostnaði vegna atvinnuleysisins plús tapaða framlegð vegna þess að þetta ágæta fólk er auðvitað ekki að skapa verðmæti með störfum sínum á meðan það er atvinnulaust. Þarna liggur hinn raunverulegi kostnaður sem þarf að skera niður STRAX með því að skapa störf.
![]() |
Tónlistarhús 650 millj dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.