Styrkur til bankanna nýtist nemendum í staðinn

Í dag eru nemendur á yfirdrætti með 20% vöxtum þangað til LÍN borgar út námslánin í lok annar.  Þannig er töluverður hluti þeirrar fjárveitingar sem sett er í LÍN sem fer beint í það að greiða niður yfirdráttarvexti og er því í raun ríkisstyrkur til bankanna en ekki nemendanna.

Þessu þarf að breyta þannig að öll sú upphæð sem sett er í þennan málaflokk nýtist nemendum.  Það mætti til dæmis hugsa sér að nemendur fái úthlutað sínu námsláni fyrirfram en nái þeir ekki fullnægjandi námsárangri þá þurfi þeir að greiða fulla markaðsvexti af þeim hluta lánsins sem stendur út af.

Þarna er alla vega klárlega tækifæri til að nýta þá fjárveitingu sem nú þegar er sett í sjóðinn þannig að hún gagnist nemendum betur.


mbl.is Ekkert svigrúm til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband