Segir ekkert um niðurstöðu hugsanlegra samningaviðræðna

1. Þetta segir vissulega hvaða augum er litið á þetta mál enda eðlilegt þar sem hann er einfaldlega að segja að svona séu reglurnar.  Það var ekkert sem við vissum ekki fyrir.  Það hvort við getum samið okkur fram hjá þeim ef við leggjum fram formlegt erindi OG uppfyllum þær hagfræðilegu kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja er allt annað mál.  Það er hins vegar alveg ljóst að það væri þungur róður enda verið að fara á svig við þær reglur sem í gildi eru.

2. Ef við værum búin að ná þeim hagstjórnarárangri að vera með verðbólgu,  vexti o.fl. sem uppfylli skilyrði um Evruinngöngu þá væri vandamálið úr sögunni og í raun engin ástæða til inngöngu.

3. Ísland og Noregur skoruðu hæst á lista yfir lífsgæði í heiminum.  Er tilviljun að þau eru bæði utan ESB og því sjálfstæðari en hin Evrópuríkin?  Er einhver ástæða fyrir þau að slást í hópinn með ríkjum sem öll eru fyrir neðan þau á listanum?  Af hverju skyldu ríkin í efstu deild sækjast eftir því að spila í neðri deildinni? 


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi punkt 3: Mér liggur kostur á að vita hvernig þetta skor var reiknað út. Það er frægt að svokölluð gervigæði geta skekkt svona útkomu töluvert. Maður sem skuldar milljónir en er ekki kominn að skuldadögum getur til dæmis skráð sig með hærri lífsgæði en maður sem er skuldlaus en er í þeirri aðstöðu að vera nýbúinn að kúka og klósettpappírinn er búinn. Þetta er allt afstætt eins og Newton sagði. Hvernig eigum við að vega og meta lífsgæði út frá smerklaufuðum þrádrætti meðalmannsins?

Ég er þess fullviss að innganga í Nató myndi gera öllum gott á landinu klakans. Það skal enginn reyna að segja mér að Ísland sé að spila í efstu deild Sigurður. Við erum stórskuldug, með einhvern óstabílasta gjaldmiðil í heimi (ef frá er talinn Zimbabwe dollarinn), en það er kannski merki um óbilandi bjartsýni Íslendinga að við mælumst þó alltaf meðal hamingjusamari þjóða. Við getum lært margt af þjóðum Evrópu, sem voru reisandi heri, byggjandi súlur, og reiknandi kvaðratrætur fyrir Krist, á meðan við vorum enn ekki búin að finna upp plóginn á Íslandi fyrr en á nítjándu öld. Ég held að við verðum að grípa í taumana, því eins og er fljótum við sofandi að feigðarósi. Göngum í Nató og tökum upp Evruna. Þú hlýtur að sjá þetta Sigurður.

Ágúst Schweitz Eriksson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Um er að ræða Human Development Index (HDI) sem gefinn er út árlega að Sameinuðu þjóðunum (UNDP) (sjá Wilkipedia) með telst með áreiðanlegri kvörðum um lífsgæði sem til eru.  Slíkt eru þó aldrei nákvæmnisvísindi.

Geri ráð fyrir að þú sért að tala um ESB.  Það er einmitt stórkostlegt við Ísland hvers konar framfarir hafa átt sér stað hér tuttugustu öldinni sem hefur fleytt okkur í fremstu röð.  Ef við verðum búin að ná þeim efnahagslega árangri að okkur verði leyft að taka upp Evruna þá er væntanlega mikill sigur unninn, ekki satt.  Í greininni hér að ofan minntist ég reyndar ekkert endilega á það hvort við ættum að fara í ESB heldur fyrst og fremst að það hvað sagt er núna á einhverjum fundi hefur ekkert endilega spágildi fyrir formlegar niðurstöður formlegra samningaviðræðna.

Spurningin um það hvort við eigum að ganga í ESB er stór og flókin.  Við megum ekki heldur gleyma þeim möguleikum sem liggja utan ESB t.d. með því að vera með tvíhliða samninga við Kanada (sem gefur okkur annan fótinn inn í NAFTA) og hins vegar með tvíhliðasamninga við ESB (EES).  Þar með gætum við hugsanlega orðið aðilinn sem tengir þessi sambönd saman við tilheyrandi tækifærum hvað snertir viðskipti o.fl.  Það getur vel verið að það sé fínt að fara í ESB en við megum aldrei líta á það sem eina færa möguleikann.  Slíkt fær okkur til að loka augunum gagnvart öðrum þeim tækifærum sem í kringum okkur eru.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.9.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband