Litið yfir völlinn

Skrifaði eftirfarandi athugasemd á Eyjunni

1. Á síðustu öld voru verulega skarpari skil milli fjórflokkanna enda skipti það miklu máli fyrir þjóðina hvaða leiðir yrðu ofan á. Núna, þegar við mælumst í efstu sætum lífgæðalistan SÞ er í raun búið að leggja hugmyndafræðilínurnar í íslensku þjóðfélagi. Flestir eru nokkurn veginn sammála um það hvað eigi að einkavæða og hvað ekki og eftirleikurinn í raun meira "tæknileg útfærsla" en "hugmyndafræðileg stefnumótun" (s.b. sjúkratryggingafrumvarpið sem snýst um kaupendahlutverk ríkisins en ekki einkavæðingu).

2. Þetta gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn (eftir að hann kom á mölina), Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hafa í flestum málum sömu áherslur, a.m.k. á kvarðanum hægri/vinstri. Síðan eru einstök mál eins og Evrópumálin sem allir vita að skiptast þvert á flokka og því er varla hægt að nota þau til að greina á milli þeirra, nema einna helst í tilfelli Samfylkingar.

3. Þetta hefur meðal annars valdið því að Framsóknarflokkurinn er nánast horfinn. "Miðjan" hans er orðin miðja allra. Samfylkingin nær inn að miðju frá vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn frá hægri sem skilur ekki eftir neitt pláss fyrir Framsókn, enga sérstöðu. Þá standa eftir Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking sem báðir starfa á miðjunni þar sem hægri mennirnir í Sjálfstæðisflokknum og vinstri mennirnir í Samfylkingu fá litlu að ráða. Engum dettur í hug að fara í samstarf með VG enda þeir varla taldir stjórntækir þar sem þeir eru ekki á miðjunni eins og hinir flokkarnir og því ávísun á "vesen". Það hefur yfirleitt verið sagt um sveitarstjórnarmálin að þau séu meira praktísk en hugmyndafræðileg. Með bættum lífskjörum eru landsmálin að þróast í sömu átt.

4. Sjálfstæðismenn í landsmálunum geta núna þakkað fyrir að hafa dregið Samfylkinguna út á ísinn með sér. Annars yrðu þeir einir um að vera vondi karlinn í næstu kosningum.

5. Í borginni fékk Samfylkingin það eftirsóknarverða hlutverk að fá 100 daga til að lofa öllu fögru en þurfa ekki að standa við neitt (þar sem hún fékk ekki nægilega langan tíma til þess). En vitið til, kjörtímabilið er rétt svo hálfnað og ég einfaldlega stórefast um að í næstu kosningum verði kosið um eitthvað sem gerðist fyrir tveimur til þremur árum. Ég spái því að Sjálfstæðismenn og Framsókn muni halda saman úr kjörtímabilið og að Sjálfstæðismenn muni ná að kroppa til baka megnið af sínu hefðbundna fylgi. Tvö ár eru mjög langur tími í pólitík.


mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband