Þveröfug stefna miðað við New York Rudy Giuliani stefnuna

Árangur Giuliani í baráttunni við glæpiÍ New York tókst Rudy Giuliani fyrrv. borgarstjóra og félögum hans að breyta borginni úr einni hættulegustu borg í heimi í eina þá öruggustu.  Sú aðferðafræði sem þeir beittu var að skerpa skilin á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt.  Það þýddi að til hliðar við að sækja á stórglæpamenn lögðu þeir mikla áherslu á smáglæpi og "minniháttar" lögbrot.  Hugmyndafræðin var sú að ef það væri almennt viðurkennt að það væri að lagi að brjóta lögin "pínulítið" þá væru mörkin orðin persónubundin en ekki lögbundin.  Því drægi úr almennri virðingu fyrir lögum og því sem í þeim stendur.  Árangurinn er óumdeildur.

Hér virðist lögreglan vera að leggja áherslu á hin hliðina, þ.e. stórglæpamennina en láta "sóðaskapinn" eiga sig.  Ég er ekki sannfærður um að þetta sé skynsamleg leið.  Alla vega ákváðum NY menn að fara hina leiðina.


mbl.is Hætt að elta venjulega Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einfalt dæmi, ef við komust upp með smá lögbrot....hvenær hættum við?

Lögreglu ber skylda til þess að halda uppi eftirliti á lögbrotum, það sem lögreglufulltrúinn segir hér í fréttinni jaðrar við brot í starfi opinbers starfsmanns.

Óskandi að tollverðir myndu taka upp svipaðar starfsreglur :D

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband