Sérstaða Íslands - Af hverju er Ísland í verri stöðu nú en önnur ríki?

Mér finnst almennt vanta í umræðuna að greint sé á milli eftirfarandi þriggja þátta þegar skýra á slæma stöðu Íslands SAMANBORIÐ VIÐ þau ríki sem við berum okkur almennt saman:

1. Ástæðu bankahrunsins á Íslandi
2. Ástæðu kreppunnar á Íslandi
3. Því hvort okkur líkar vel eða illa það sem í gangi var hjá bönkunum og tilteknum aðilum í viðskiptalífinu, bæði innanlands og utan.

1. ÁSTÆÐA BANKAHRUNSINS - SÉRSTAÐA ÍSLANDS
Af hverju hrundi íslenska bankakerfið en ekki bankakerfi annarra landa?
Svar: Vegna þess að þau voru gripin í fallinu.

Ég bý í Skotlandi í vetur og hér fór ríkisstjórnin og Englandsbanki inn í alla helstu bankana, þ.m.t. Royal Bank of Scotland sem fyrir hrun var stærsti banki heims með tilliti til eigna, þ.e. hann átti mestar eignir af öllum bönkum í heimi.  Þessi banki hefur verið starfandi frá því á 16. eða 17. öld.  Ástæðan fyrir því að hann hrundi ekki eins og íslensku bankarnir var sú að hann var gripinn í fallinu.  RSB var annar stóri skoski bankinn. 
Ástæðan fyrir því að hinn stóri skoski bankinn hrundi ekki, "Halifax - Bank of Scotland" var sú að ríkið tók hann yfir og sameinaði öðrum enskum banka (sem var svolítið eins og að rífa hjartað úr Skotunum) Lloyds TSB sem er einmitt þriðji mest áberandi bankinn hér í Edinborg.  Lloyds TSB fékk risalán frá ríkinu en ríkið þurfti ekki að fara inn í hann sem hluthafi.  Þrír stærstu bankarnir og fleiri til voru því ALLIR GRIPNIR Í FALLINU.

Þetta var hægt vegna þess að seðlabankinn var stærri en bankarnir.  Seðlabankinn gat farið þarna inn og tekið bankana yfir með húð og hári.  Á Íslandi voru bankarnir orðnir 12 sinnum stærri en seðlabankinn og því átti hann enga möguleika á að grípa þá í fallinu.

Ef sama hefði verið upp á teningnum í Skotlandi hefðu allir helstu bankar fallið á sama hátt og á Íslandi.  Sambærileg dæmi er hægt að taka út um allan heim.


Ástæðan er sú að ríkisstjórnin gætti þess ekki að stöðva vöxt bankanna EÐA stækka seðlabankann þannig að STÆRÐARHLUTFÖLLIN milli bankanna og seðlabankans væru þannig að hann gæti gripið þá ef eitthvað kæmi fyrir.  Þetta er ástæða þess að bankakerfið hrundi á Íslandi en bankakerfi erlendis fóru almennt ekki sömu leið.  Þau voru gripin en ekki það íslenska.

2.  EN KREPPAN...?
Hvað olli dýpri kreppu á Íslandi en víðast hvar annars staðar?
Svar: Bankarnir hrundu en voru gripnir annars staðar og efnahagslífið þoldi ekki bankahrunið Í VIÐBÓT VIÐ ALLT HITT sem á undan hafði gengið.

Kreppan er afleiðing af bankahruninu sem og mörgu öðru sem á undan kom.  Löngu áður en bankarnir hrundu var farið að bera á vandræðum varðandi gengi, verðbólgu, óeðlilegum efnahagssveiflum, gríðarlegri offjárfestingu í byggingariðnaði og víðar, gríðarlegri skuldsetningu fyrirtækja og einstaklinga (þó ekki allra) o.s.frv.  Það högg sem efnahagslífið fékk þegar bankarnir hrundu í jörðina var því náðarhöggið eftir langt vitleysistímabil í efnahagsmálum, efnahagslífið þoldi ekki hrunið Í VIÐBÓT VIÐ ALLT HITT sem á undan hafði gengið.

3. ER VERRI STAÐA ÍSLANDS EN ANNARRA RÍKJA ÞÁ EKKI ÍSLENSKA VIÐSKIPTALÍFINU OG BANKAMÖNNUNUM AÐ KENNA?
Svar:   Lykilatriðið er að sú vitleysa sem í gangi var í íslensku bönkunum og meðal hinna svokölluðu "útrásarvíkinga" SKÝRIR EKKI SÉRSTÖÐU ÍSLANDS í heiminum í dag eins og margir vilja vera láta.  Þessi vitleysa var í gangi um allan heim.

RÉTTÆTIR ÞAÐ GJÖRÐIR BANKANNA?
Því meira sem kemur upp á yfirborðið af því sem fór fram í samskiptum bankanna við eigendur sína þeim mun ófaglegar hljómar það.  Slíkt ber að sjálfsögðu að rannsaka til að gæta þess að réttlæti sé fullnægt samkvæmt lögum en einnig til að læra af því þannig að hægt sé að byggja regluverk upp þannig í framtíðinni að sóðaskapurinn, ábyrgðarleysið og vitleysan endurtaki sig ekki.  Þetta skýrir hins vegar ekki sérstöðu Íslands.  Þetta var í gangi um allan heim.


mbl.is Lítil heimt af lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bravó fyrir skynsamlegu og yfirveguðu innleggi í oft galna umræðu. Greinilegt að það er helsta huggun marga og haldreipi að hér hafi einhvers konar ræningjaflokkur auðmanna látið greipar sópa og því séum við í þessari kreppu. Þeir sem reyna að varpa einhverri ljóstíru inn í myrkrið eru svo úthrópaðir sem sérstakir verndarar glæpamanna.

Auðvitað á ekki að gefa tommu eftir í kröfunni um að viðskiptahættir, ekki síst lánveitingar til upplyftingar hlutabréfaverðs í gegnum tengd eignarhaldsfélög, verði allir rannsakaðir og komið í hendur réttra aðila. En það er svo langt frá því að vera eina orsökin og þar með einu aðgerðirnar sem grípa verður til vegna kreppunnar. Bara viðskiptahallinn var stjarnfræðilegt vandamál síðustu ár!

Arnar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband