Hvað á maður að kjósa?

Ég skilgreini mig einhvers staðar klofvega ofan á miðjunni, klárlega vinstra megin við þá hægrisinnuðustu en alveg örugglega hægra megin við flesta vinstri menn sem ég þekki.

Ég er ekki flokksbundinn og hef í gegnum tíðina kosið þá sem mér hafa þótt líklegastir til að standa sig í stykkinu hverju sinni.

Á hinn bóginn hef ég líka kosið breytinganna vegna.  Ég kaus R-listann þegar Sjallarnir voru búnir að vera í stjórn borgarinnar í áratugi.  Ég kaus Sjálfstæðismenn aftur þegar R-listinn var búinn að vera við völd í 12 ár og mér fannst kominn tími á að skipta þeim út.  Nú hafa Sjálfstæðismenn verið við völd á landsvísu í 18 ár, allt embættismannakerfið er orðið gegnsýrt af þeim og því tel ég kominn tími til að skipta.

Á maður þá að kjósa Framsókn, Samfylkinguna, VG eða nýju Borgarahreyfinguna?  Ég veit það ekki ennþá.

Líklega ekki Samfylkinguna.  Mér finnst eitthvað hálfrotið við hana.  Það er einhver fúkkalykt af henni sem mér líkar ekki við.  Mér finnst eins og þeir hafi tekið við af Framsókn við að stinga hvern annan í bakið og ég held að slík "hnífasettastjórnmál" geti aldrei orðið árangursrík.

Úff, það væri nú saga til næsta bæjar ef maður kysi VG í kosningunum núna.  Maður þarf að sjá hvað gerist þegar menn fara að kynna það sem þeir standa fyrir, sé það eitthvað.

Ekki auðveldar það stöðuna að nú kýs ég í norðaustur kjördæmi þar sem lögheimili mitt er á Akureyri þessi misserin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sæll félagi, það er auðvitað heilmikil áskorun að eiga að ráðleggja þér um þetta. Ég hvet þig hins vegar til að bera saman annars vegar hvað menn segja í þessari kosningabaráttu, og hins vegar hvað þeir gera eða hafa gert. Þá held ég að valið verði tiltölulega mikið einfaldara. Ég legg til að þú kjósir ábyrgð og heiðarleika.

Ólafur Þór Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Já, það færi nú aldrei svo að maður kjósi VG.  Það væri svo sannarlega saga til næsta bæjar...eða jafnvel þarnæsta. :)

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.3.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband