Sameiginlegar samningaviðræður með Norðmönnum??

Hvernig væri að fá Norðmenn með okkur í sameiginlegar aðildarviðræður við ESB?  Aðstaða þessara landa gagnvart ESB er mjög sambærileg.  Það sem stendur út af borðinu hjá báðum þjóðum er fyrst og fremst sjávarútvegsmál og hugsanlega náttúruauðlindir.  Einnig geri ég ráð fyrir því að landbúnaðarmálin hafi vægi í Noregi.

Við fyrstu sýn virðast hagsmunirnir liggja algerlega saman og maður skyldi halda að við stæðum betur að vígi, bæði löndin, ef við kæmum inn saman.

Síðan tækju þau auðvitað sameiginlega ákvörðun með þjóðaratkvæðagreiðslu í hvoru ríkinu fyrir sig.

Er þetta raunhæft?


mbl.is Ræði aðild Noregs að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert: Ingimundur seðlabankastjóri svarar Helga Hjörvar

Helgi Hjörvar gerði athugasemdir við störf Seðlabankans í 23 liðum í grein í Fréttablaðinu þann 21. nóvember undir fyrirsögninni "Stjarnfræðilegt vanhæfi".

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri svarar Helga í grein í Fréttablaðinu í dag.

Hvort tveggja athyglisverður lestur.

 

 


Staða Breta að sumu leyti verri

Staða Breta er að sumu leyti verri en Íslendinga.  Þeir voru skuldugir fyrir auk þess sem atvinnuleysið var um 5,3% fyrir kreppuna.  Núna segja þeir að sagt sé upp um það bil eitt þúsund manns á dag.  Í síðustu viku sagði British Telecom (BT) upp 10 þúsund manns.  Það er um það bil allir íbúar Garðabæjar með börnum og gamalmennum.  Þá hefur gengi pundsins gagnvart dollar lækkað um 25% á 12 mánuðum.

Það getur gustað hressilega um stærri skip en Ísland.


mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott mál

Það er mjög gott mál að erlendir bankar komi að rekstri bankanna.  Hugsanlega mætti skilja einn banka eftir í eigu ríkisins eitthvað til að byrja með.  Það gæti til dæmis verið Glitnir þar sem hann er minnstur.

Það myndi skipta gríðarlegu máli fyrir íslenskt samfélag að fá þessar stóru fjármálastofnanir í lið með okkur.  Þeir hafa sömu hagsmuni og við og því um að gera að virkja þá með okkur í baráttunni.


mbl.is Erlendir vilja eiga banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með samkeppnisstöðu auglýsenda?

Samkeppniseftirlitið leggur fram aðaltillögu og aukatillögu.

Aðaltillagan er sú að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.

Þessari tillögu er ég ósammála þar sem þá hyrfi öll samkeppni á auglýsingamarkaði. Samkeppniseftirlitið virðist einungis líta á málið frá sjónarhóli fjölmiðlanna sjálfra og fjölmiðlamarkaði.  En hvað með samkeppnislega stöðu auglýsendanna ef RÚV fer af markaðnum?  Það myndi þýða að ekki væri hægt að nýta rásir RÚV til að koma skilaboðum til þjóðarinnar/markaðarins í gegnum auglýsingar.  Stór hluti þjóðarinnar horfir að stærstum hluta á RÚV og því næðu auglýsendur almennt ekki til þess hóps með kynningar á þjónustu, uppákomum eða öðru.

365 miðlar hefðu algera yfirburði á markaðnum og næstum því einræði í verðlagningu á auglýsingum í ljósvakamiðlum.

Þetta væri ekki til að bæta ástandið heldur einungis til að flytja vandamálið frá fjölmiðlunum yfir á auglýsendurna.

Aukatillagan er eftirfarandi:

"Telji menntamálaráðherra hins vegar ekki tækt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, mælist Samkeppniseftirlitið til þess að verulega verði dregið úr umsvifum RÚV á markaðnum og félaginu settar skýrar reglur sem takmarka umrædda starfsemi þess. Nauðsynlegt sé að reglurnar feli m.a. í sér að sett verði ófrávíkjanleg gjaldskrá sem lúti staðfestingu og eftirliti, svokallaðar fríbirtingar verði óheimilar, auglýsingatíma og markaðssókn verði settar skorður, óheimilt verði að birta auglýsingar inni í dagskrárefni og kostun verði óheimil."

Þessu er ég hins vegar sammála.  Markmið auglýsinga í RÚV er að tryggja samkeppni á auglýsingamarkaði þannig að einkastöðvarnar geti ekki verðlagt auglýsingar hvernig sem þær vilja sem og að aðilar eigi kost á því að koma skilaboðum til áhorfenda RÚV.  Þá fær RÚV tekjur af sölu auglýsinga.

Ofangreindum markmiðum er náð þrátt fyrir að gjaldskráin sé föst og kostanir verði ekki til staðar svo eitthvað sé nefnt.  Mér finnst eðlilegt að koma í veg fyrir undirboð RÚV gagnvart öðrum á markaði og kostanir eru fyrst og fremst ímyndarmarkaðssetning en gegna minna hlutverki en almennar auglýsingar í að koma tilteknum upplýsingum til áhorfandans.


mbl.is Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannaði Mogginn ekkert réttmæti frásagnarinnar?

Kannaði Mogginn ekkert réttmæti frásagnarinnar?  Getur hvaða vitleysingur sem er bullað frá sér hverju sem er og blaðamenn Morgunblaðsins dæla því bara beint inn á vefinn gagnrýnislaust?  Af hverju hafði Mogginn ekki samband við aðila máls og staðfesti söguna áður en hún var birt?

Þetta eru ótrúlega slök vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins og líklega ástæða þess hversu illa fyrirtækið stendur og af hverju áskrifendum hefur farið fækkandi.


mbl.is Lögregla ber sögu Íslendings til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HIK - Húmor í kreppunni

HIK - Húmor í kreppunni er frábær síða.  Sérstaklega fyndið og vel gert.


Fróðleg umfjöllun

Hvet fólk til að lesa blogg Gauta B. Eggertssonar hagfræðings við seðlabankann í New York.  Þar hefur Gauti skrifað mjög áhugaverða pistla um þau hagfræðilegu atriði sem nú eru í fréttum alla daga allan daginn.  Hann er góður penni, skrifar öfgalaust og á mannamáli.  Þetta er fróðleg lesning og algerlega þess virði.

Einhliða upptök Evru - Ekki raunhæft af mínu mati

Eftirfarandi athugasemd skrifaði ég í umræðu um fétt á Eyjunni varðandi einhliða upptöku Evru.  Fannst hún eiga erindi hingað inn.

 

Gestur sem minnst er á hér að neðan sett fram spurningar um grein Heiðars Más og Ágústar Valfells um helgina.

"Góðar athugasemdir frá þér Gestur.

Ég tek undir með þér.  Mér fannst mörgum spurningum ósvarað í greininni.  Ef við ætlum þarna inn án þess að hafa stuðning evrópska seðlabankans þá mun hann ekki bakka upp bankana okkur heldur mun ríkissjóður þurfa þess.  Erum við þá ekki í jafnvondum málum?

Það verður ekki allt gott með stórri mynt.  Undanfarna 12 mánuði hefur gengi punds gagnvart dollar fallið úr 2,1 dollurum pr. pund í nóvember 2007 í 1,54 dollara pr. pund í nóvember 2008.  Breyting upp á heil 26%.  Þetta er ein stærsta mynt heims.  Mér finnst eiginlega merkilegt að íslenska krónan hafi þó ekki fallið um nema 50% ef pundið féll um 25%.

Segjum svo að við færum í aðildarviðræður við ESB.  Dettur einhverjum í hug að í núverandi ástandi myndu Bretar og Hollendingar hleypa okkur þarna inn án þess að við færum að þeirra kröfum varðandi ICESAVE?  Af hverju skyldi ESB samþykkja tilslakanir fyrir okkur í sjávarútvegsmálum og hvað snertir orkuauðlindir Íslands?  Væru þessir aðilar þá að vinna að hagsmunum núverandi aðildarríkja ESB?

Um daginn héldum við að IMF lánið yrði komið í hús á 10 dögum, ekkert mál.  Það er ekki komið enn.
Í sumar var haldið að Seðlabankinn yrði nú ekki í miklum vandræðum með að fjármagna sig, sjálfur Seðlabankinn!  Annað kom á daginn.
Aðildarviðræður við ESB munu ekki verða afgreiddar sem eitthvað formsatriði.  Þær verða barátta upp á líf og dauða um helstu auðlindir þjóðarinnar.  Við erum að tala um hagsmuni Íslendinga næstu áratugina og jafnvel aldirnar.

Það gæti hæglega komið upp sú staða í aðildarviðræðum okkar við ESB að við hreinlega höfnuðum kröfum ESB og tækjum þá ákvörðun að fara ekki inn.  Ef við verðum búin að taka einhliða upp Evru á þeim tímapunkti, hvað ætlum við þá að gera?  Ætlum við að henda Evrunni aftur og taka upp krónu?  Ætlum við að skipta aftur um mynd og taka upp dollar?

Ég stór efast um að það sé hægt að stytta sér eitthvað leið í þessum málum.

EINA RAUNHÆFA TILLAGAN sem ég hef heyrt um þessi mál er frá Agli í Brimborg um það að við eigum að gefa það út að við ætlum að ná að uppfylla Maastrict skilyrðin innan 5 ára og leggja fram trúverðuga áætlun þess efnis.  Það er eitthvað sem allir ættu að geta sameinast um, Sjálfstæðismenn, Samfylkingin og megnið af þjóðinni.
EF menn ákveða síðan að ganga í ESB og taka upp Evru þá er sá möguleiki opinn.  Ef menn ákveða að gera það ekki þá er sá möguleiki líka opinn."


Góð tillaga um Evrópumál

Bendi á góða tillögu um Evrópumál hjá Agli Jóhannssyni.  Hann leggur til að við setjum stefnuna á það að uppfylla þau ákvæði sem kveðið er á um í Maastricht sáttmálanum til að við getum tekið upp Evruna.

Ákvæðin eru eftirfarandi:

  • Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu
  • Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu
  • Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.
  • Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.
  • Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.

Umræðuna má sjá hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband