Vandamálið hér er ekki Jón Ásgeir

Vandamálið hér er ekki Jón Ásgeir.

Í fyrsta lagi á samkeppniseftirlitið eftir að taka til meðferðar sameiningu 365 miðla og Árvakurs.  Ég tel algerlega fráleitt að sú sameining verði leyfð þar sem sameinað fyrirtæki heldur nær 100% af dagblaðamarkaðnum.  Þeim hlýtur að verða skipað að rifta þessum gjörningum.

Í öðru lagi er það ekki vandamál þótt Jón Ásgeir kaupi þessa fjölmiðla sem eru við það að fara á hausinn.  Vandamálið er að það skuli engir aðrir vera tilbúnir að setja peninga í þessi fyrirtæki.  Ég veit ekki um neinn sem hefur grætt á aðkomu sinni að fjölmiðlum á Íslandi.  Það hafa margir sett peninga í Stöð 2 og ég held þeir hafi allir tapað þeim.  Það að Jón Ásgeir sé enn tilbúinn að setja peninga þarna inn verður að teljast virðingarvert.

Það er hins vegar verðugt verkefni sem nýi fjölmiðlahópurinn fær að reyna að bjarga fjölmiðlamarkaðnum.  Það verður ekki auðvelt verk en mikilvægi þess seint ofmetið.


mbl.is Einn maður á alla miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar rannsaki vegna hvítbókarinnar

Finnar fóru í gegnum kreppu fyrir 15 árum síðan og hafa rannsakað hana til hlítar.  Það er gríðarlega mikilvægt að þessi rannsókn sé yfir mikla gagnrýni hafin og að erlendir aðilar verði fengnir til að vinna þessa vinnu.

Ég mæli með því að þeir sem unnu að rannsókn á finnsku kreppunni verði fengnir til að rannsaka þá íslensku.  Allir Íslendingar eru vanhæfir í þetta starf og það verður aldrei samstaða um niðurstöðuna nema það verði samstaða um rannsóknina sjálfa.


mbl.is Rannsaka sig sjálfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg verður að velja

Ingibjörg Sólrún verður að velja.  Annað hvort slítur hún stjórnarsamstarfinu, boðar til kosninga, setur saman nýja stjórn, skiptir um yfirstjórn Seðlabankans og tryggir þannig að ríkisstjórn og Seðlabankinn gangi í takt

EÐA

Hún verður að fara að tala í takt við forsætisráðherra.  Hann og Seðlabankinn tala í takt en Ingibjörg er einhvers staðar úti í móa.  Slíkt er óþolandi ástand og gerir það að verkum að hún er í raun ekki stjórntæk eins og staðan er í augnablikinu. 

Formaður stjórnarflokks VERÐUR að styðja gjörðir sinnar eigin ríkisstjórnar eða leggja hana af.  Það að halda henni gangandi en tala sífellt í andstöðu við formann hins ríkisstjórnarflokksins er óásættanlegt.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðursýki má ekki ráða ferð

Það er að grýpa um sig ótrúleg móðursýki í samfélaginu.  Sumir halda að allt sé að hrynja þegar við erum í raun aðeins að taka efnahagsdýfu, þótt í dýpri kanntinum sé.  Eftirfarandi athugasemd skrifaði ég á Eyjunni og fannst ástæða til að setja hingað inn.  "Socrates" hafði þar haldið fram þeirri skoðun að við ættum að hlaupa til Brussel og biðja um að fá að vera með því við ættum enga aðra möguleika.  Maður nær nú ekki góðum samningum á þeim forsendum og þannig megum við aldrei halda til samninga, hvorki til Brussel né annað.  Restin af samræðunum má finna hérna

Sigurður Viktor Úlfarsson
2. nóvember, 2008 - 01:34

Socrates: “En í dag þá ert þetta ekki lengur spurning um val hjá okkur því við höfum það ekki lengur í raun. Við höfðum það áður en vegna þróun mála þá megum við þakka fyrir að fá einhvers staðar inni eins og staðan er núna þá er ESB besti og líklega eini kosturinn. ”

Socrates, hvers konar móðursýki er þetta? Við höfum alltaf val! Alltaf! Það er grundvallarregla. Núna erum við búin að fara í gegnum erfiðasta mánuð undanfarinna áratuga, í efnahagslegu tilliti. Við höfum hins vegar aldrei verið jafn fær um að takast á við hann og einmitt nú.

Icelandair og Össur tilkynna mesta hagnað í sögunni. Nú er mikilvægt að panikka ekki.

Við fengum á okkur efnahagslegan jarðskjálfta, snjóflóð og fellibyl allt á sama tíma. Nú þurfum við að anda rólega. Ákvarðanir sem varða framtið okkar til langs tíma mega ekki verða teknar á grundvelli stöðunnar síðasta mánuð. Við þurfum að ná stöðugleika og hefja uppbyggingu. Síðan getum við tekið langtímaákvarðanir.

Þegar við verðum komin aftur á ról, sem verður fyrr en þú heldur, ÞÁ getum við rætt um það við ESB HVORT þeir séu eftirsóknarverðir fyrir OKKUR og OKKAR hagsmuni.

Við megum ALDREI fara til Brussel á þeim forsendum að við höfum enga aðra möguleika. Þá verðum öllum okkar hagsmunum troðið ofan í kokið á okkur. Ætlum við að opna fyrir þá fiskimiðin? Ætlum við að veita þeim aðgengi að jarðhitanum okkar? Eigum við olíulindir? Það er margt sem styður það að svo sé. Það er ýmislegt sem við höfum en ESB hefur ekki.

Við eigum fjöldan allan af öflugum fyrirtækjum, sterka lífeyrissjóði og verðmætar auðlindir, auk velmenntaðrar þjóðar sem hefur farið í gegnum margar efnahagslægðir og er fljót að jafna sig. Ótrúlegur mannauður er að leysast úr læðingi þegar þeir sem bankarnir soguðu til sín flæða til baka yfir í aðrar greina atvinnulífsins.

Þótt í kreppunni miðri verði atvinnuleysið á Íslandi í efri mörkum þess sem það er á venjulegum degi í flestum ríkjum Evrópu er ekki dauðadómur. Þótt hluti þjóðarinnar þurfi að láta frá sér bílinn og jafnvel minnka við sig í húsnæði þá höfum við það samt sem áður mun betra en stór hluti Evrópu, hvað þá heldur íbúar annarra hluta heimsins.

Látum sem svo að okkur verði hleypt inn í ESB. Þá eigum við eftir að uppfylla Maastricht skilyrðin áður en við getum tekið upp Evruna. Þegar við verðum búin að uppfylla þau, þá verðum við komin í gegnum dýfuna. Efnahagslíf sem uppfyllir Maastricht skilyrðin, þarf það á aðstoð að halda? Það er fjarri því að vera á vonarvöl.

21. öldin verður ekki öld Evrópu, það var 19. öldin. 21. öldin verður ekki heldur öld Ameríku, var 20. öldin. 21. öldin verður öld Asíu. Dregur aðild að ESB úr möguleikum okkar til að nýta þau tækifæri sem eru að verða til í Asíu? Munið, við erum að horfa til mjög langs tíma.

Stór mynt og markaður er ekki nóg til að hafa stöðugleika. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengi breska pundsins gagnvart dollar lækkað úr 2,1 í nóvember 2007 í 1,54 í október 2008. Lækkunin nemur 26%. Þarna erum við að tala um mjög stór efnahagssvæði, Bretland og Bandaríkin. Þetta eru vissulega minni sveiflur en krónan hefur tekið en sýna að stóru skipin velta líka. Það eru engar patentlausnir.

Hverjir verða hagsmunir okkar eftir 30 ár? Hverjir verða hagsmunir okkar eftir 40 ár? Það eru spurningarnar sem við þurfum að svara áður en við ákveðum að fara inn í ESB. Við gætum hagsmuna barnanna okkar klárlega ekki með því að hlaupa grátandi til Brussel án þess að telja okkur hafa val. Þannig þenkandi megum við aldrei ganga til samninga við nokkurn mann.


Glæsilegt Margrét!

Glæsilegir fjórburar.  Það er engin smávegisgjöf sem Margrét fjórburamamma færir Íslendingum.

Til hamingju með árangurinn Margrét og til hamingju með afmælið stelpur!


mbl.is Íslensku fjórburarnir tvítugir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert bréf Víglundar Þorsteinssonar

Það er athyglisvert að lesa bréf Víglundar Þorsteinssonar til Þorsteins Pálssonar á Vísi.is.

Þar ræðir hann um viðbrögð ESB við fjármálakreppunni og hvort það hefði skipt miklu eða litlu hefðum við verið þar inni núna.

Hann segir meðal annars:

Allir sem vilja sjá og heyra vita að á leiðtogafundinum í París 4. okt. sl. hafnaði Merkel samstöðu og lýsti því afdráttarlaust yfir að gjaldeyrisvarasjóður Bundesbank væri til að bjarga þýskum og engum öðrum. Á fundi í Lúxemborg 7. október og í París 12. október voru gerðar endurnýjaðar tilraunir til sameiginlegrar stefnumótunar en án árangurs.

Staðreynd mála er einföld í Evrulandi í dag. Hver seðlabanki rær einn á báti. Þjóðverjar hafa hafnað sameiginlegri stefnu og ríkisstjórnir í Evrulandi hafa þurft að gefa út mismunandi ábyrgðir á spariinnstæðum frá einu landi til annars. Nokkuð sem að sjálfsögðu ógnar innbyrðis stöðu bankakerfanna í Evrulandi, en reynt er að láta líta svo út að allir séu vinir. Reynið að gera eins og ég, segir Angela, og þá heldur fólk kannski að við séum með eina stefnu.


Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum

Megnið af 20. öldinni réð fjórflokkurinn ríkjum á Íslandi.  Á hægri hliðinni var Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn hægra megin á miðju og síðan hafa "kratarnir" og "kommarnir" heitað nokkrum mismunandi nöfnum á þessum tíma.  Allan þennan tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið stóra lykilaflið í íslenskri pólitík og Framsóknarflokkurinn komið þar strax á eftir.  Það verður fróðlegt að sjá í næstu kosningum hvort þarna verði breyting á.

Það er fyrir löngu orðið svo mjótt bil á milli vinstrihelmings Sjálfstæðisflokksins og hægrihelmings Samfylkingar að á miðjunni er ekki lengur pláss fyrir heilan flokk.  Miðjan er í raun ekki til lengur í sömu mynd og hún var þegar skarpari skil voru milli hægri og vinstri.  Framsóknarflokkurinn líður fyrir þetta auk þess sem landsbyggðin er meira og minna flutt til Reykjavíkur þar sem flokkurinn hefur ekki náð að endurnýja sig.

Í næstu kosningum held ég að eitthver eftirfarandi þriggja atburða muni eiga sér stað:

- Sjálfstæðisflokkurinn byrjar að skoða ESB aðild í alvöru.  Hver niðurstaðan verður síðan er annað mál.

- Gerist þetta ekki þá mun Framsóknarflokkur Valgerðar Sverrisdóttur (sem þá verður tekin við sem formaður) rísa upp sem miðju-hægri flokkur með Evrópuáherslur.  Sá flokkur gæti mögulega sópað til sín Evrópusinnunum úr Sjálfstæðisflokknum.  Framsóknarflokkurinn gæti þannig náð að aðgreina sig í þéttbýlinu sem honum hefur ekki tekist hingað til.

- Gerist þetta ekki þá mun Framsóknarflokkurinn hverfa og Samfylkingin verður miðjan í íslenskum stjórnmálum, meira í takt við sósíaldemókrata á Norðurlöndum.  Sitt hvoru megin við hana verða síða Sjáflstæðismenn og VG.

Þá verður fjórflokkurinn orðinn þríflokkur sem teljast mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þær eru flottastar!!!

Frábært hvað þær hafa verið að standa sig vel stelpurnar!

Glæsileg frammistaða! Smile


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

36% en ekki 90% á þessari skoðun - Fráleit fréttamennska! - Fjölmiðlar biðjist afsökunar!

Aðeins 800 svöruðu könnuninni af 2000 manna úrtaki.  Skoðanakönnun þar sem svarhlutfall er 40% af úrtakinu er ekki marktæk. Það er a.m.k. ekki hægt að nota hana til að alhæfa um þýðið. Hér á mbl.is er fréttin reyndar "Aðeins 10% þeirra sem tóku afstöðu" á meðan Eyjan, Stöð 2 og Vísir birta þetta sem "90% þjóðarinnar".  Sú fullyrðing er beinlínis röng. Ofangreind skoðanakönnun leiddi þetta ekki í ljós á nokkurn hátt.

Að því gefnu að úrtakið sé rétt unnið og það endurspegli þýðið (þann hóp sem verið er að alhæfa um, í þessu tilfelli þjóðina) þá er miðað við að það þurfi 70% svarhlutfall til þess að hægt sé að nota niðurstöðurnar til að alhæfa um þýðið.

Í raun eru niðurstöðurnar þær að 36% (90% af 40%) þeirra sem valdir voru í úrtakið (sem við gefum okkur að hafi verið vandað úrtak sem endurspeglaði þjóðina) vilja Davíð burt. Það er rétt rúmur þriðjungur sem er allt önnur niðurstaða.

Hvað veldur því að miðlar eins og Eyjan og fréttastofa Stöðvar 2 og fréttamenn eins og Lóa Pind Aldísardóttir sem vilja láta taka sig alvarlega birta svona fréttir: "Níutíu prósent þjóðarinnar treysta ekki Davíð Oddssyni í stóli seðlabankastjóra samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Mikill meirihluti sjálfstæðismanna styður ekki veru hans í Seðlbankanum."?

Aðrar spurningar eru líka áleitnar: 

Af hverju var ekki að sama skapi spurt um Eirík og Ingimund?  Hefði þar skipt máli í hvaða röð þeir væru nefndir, þ.e. hvort Ingimundur væri nefndur fyrst eða hvort Davíð væri nefndur fyrst?  Það var ekki kannað.  Í almennilegri könnun hefði menn látið röðina vera random.

Af hverju var ekki að sama skapi spurt út í Jón Sigurðsson Samfylkingarmann og stjórnarformann fjármálaeftirlitsins sem átti að hafa eftirlit með bönkunum.  Af hverju er ekki verið að tala hann niður eins og Davíð?


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið ræðu Einars Márs

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn!

Lesið endilega ræðu Einars Más sem hann flutti í Iðnó á dögunum.  Frábær ræða sem segir nákvæmlega það sem Íslendingar eru að hugsa þessa dagana.  Gefið ykkur tíma og lesið alla ræðuna.  Hún er þess virði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband