7.10.2008 | 00:30
Markaðir í Asíu opnaðir - Áframhaldandi fall
Er að horfa á BBC NEWS. Voru að segja frá því að búið væri að opna markaði í Asíu og þeir hefðu fallið verulega við opnun. Það má því gera ráð fyrir því að hrunið haldi áfram þegar markaðir opna í Evrópu og loks Ameríku. Hvenær skyldum við ná botninum?
Íslenskir bankar þurfa líklega að leita til miðausturlanda eða Kína til að finna kaupendur af eignum sínum erlendis, þ.e. kaupendur sem hafa aðgang að einhverju fé.
6.10.2008 | 23:47
Hvað hefur breyst frá því í gær?
Hvað breyttist frá því í gær?
Ég er í Bretlandi að horfa á BBC News. Það er allt í rúst á mörkuðunum. Mesta hrun ever! Byrjaði í Asíu í morgun og síðan eftir því sem þeir opnuðu þá barst þetta til Evrópu og loks Ameríku. Allt draslið hrundi.
BBC NEWS: "This means that £93.4bn has been wiped off the value of the index's shares."
Ísland virðist vera að taka ívið dýpri dýfu en önnur lönd en samt er í raun ekkert sérstakt við ástandið á Íslandi að öðru leyti annað en að við eigum svo fáa banka. Evrópskir bankar hafa hrunið niður eins og flugur í dag. Þýska stjórnin var að bjarga þýskum banka í annað skipti á einni viku!
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 22:09
Vel gert
Lýsa stuðningi við vinnu vegna efnahagsvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 09:25
"The Party is Over" grein í Guardian í dag
"The Party is Over" grein í Guardian í dag.
Íslendingar eru töffarar. Þeir munu koma sér hratt í gegnum þetta. Ég hef engar áhyggjur af öðru. Það getur hins vegar vel verið að það verði nokkuð strembið á meðan á því stendur en það var líklega kominn tími á það eftir góðæri undanfarinna ára.
4.10.2008 | 23:53
Að læra af reynslunni
Oft þarf ungt fólk að fá tækifæri til að læra af reynslunni. Það er fínt að það gerist sem fyrst þannig að þegar þetta fólk fer að stofna heimili þá sé það búið að lenda í erfiðleikum og risið upp á ný.
Börnin læra nú yfirleitt það sem fyrir þeim er haft.
Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 23:43
Áhugaverð umræða um efnahagsmálin
3.10.2008 | 18:39
Palin austursins?
Konur hylji allt nema annað augað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 17:37
Látið lífeyrissjóðina í friði!
Látið lífeyrissjóðina í friði!
Lífeyrissjóðirnir eru heilagir og það má ekki snerta þá eða gera neitt sem getur dregið úr ávöxtun þeirra.
Ef það á að fara að nota þá sem gjaldeyrisstyrkingartæki og láta þá þannig taka við hlutverki Seðlabankans þá er búið að opna gátt sem ekki má opna. Þetta fjármagn er einfaldlega fyrir utan sviga.
Það eru reglulega efnahagslægðir, oftast á 8-10 ára fresti eða jafnvel oftar. Því má gera ráð fyrir því að á 50 ára starfsævi séu 5-6 efnahagslægðir, misdjúpar þó. Eigi í hverri lægð að seilast ofan í lífeyrissparnað fólks, taka hann þaðan sem honum var valinn staður á grundvelli markmiða um ávöxtun og flytja hann þangað sem hann nær markmiðum um efnahagsstöðugleika ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma þá mun það á endanum hafa ófyrirsjáanleg áhrif á afkomu okkar þegar við hættum að vinna. Þetta er glapræði á sama tíma og þjóðin eldist og þörfin fyrir lífeyrissjóðina eykst með hverju árinu.
Lífeyrissjóðir komi að lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 09:00
Ófriðarsúlann
Yoko Ono kveikir á Friðarsúlunni á fimmtudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 21:17
Hækkunin afurð 100 daga meirihlutans
Hækkunin á heita vatninu var hluti af fjárhagsáætlun OR árið 2008. Sú fjárhagsáætlun var samþykkt í tíð 100 daga meirihlutans. Þá var það Svandís sjálf sem sat við stýrið.
Orkuveitan er traust fyrirtæki sem hefur sýnt sig í góðu lánstrausti og hagstæðum lánakjörum. Það er í meira lagi óvenjulegt að stjórnarmaður í fyrirtæki tali fyrirtækið niður á óvissutímum sem þessum. Nóg er nú samt!
Hverjum er stjórnarmaðurinn að þjóna?
Ekki Orkuveitunni og þ.a.l. ekki eigendum hennar.
Sjálfum sér?
Orkuveitan í kröppum dansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)