29.9.2008 | 12:42
Nær Davíð Jóni Ásgeiri?
Geta treyst styrk Glitnis áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 12:19
Blessaður karlinn hann Jón
...hann á ekki sjö dagana sæla þessi misserin. Drengur góður sem fékk hið risavaxna verkefni að hreinsa upp skítinn eftir Hannes Smárason. Líklega hefði þurft vanan flórmokara eða prest í það verkefni.
En Jón er reynslunni ríkari og við eigum eftir að fá hans notið á öðrum vígstöðvum í framtíðinni.
Stoðir óska eftir greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2008 | 19:01
Gjöf skátahreyfingarinnar til þjóðarinnar
Skátahreyfingin gefur þjóðinni kraftmikið og öflugt ungt fólk. Stærri gjöf er ekki hægt að gefa á tímum þar sem mannauður skiptir öllu máli. 1200 manns með forsetamerkið. Það er bara toppurinn á ísjakanum.
Til hamingju með daginn krakkar!
Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 01:49
Nú hefur ræst það sem ég sagði um ljósmóðurdeiluna!
Nú hefur ræst það sem ég sagði um ljósmóðurdeiluna.
Guðmundur rafvirki er kominn á fullt að innheimta fyrir hans menn það sem ljósmæðurnar fengu.
Guðmundur segir:
"Fjármálaráðherra samdi um 21% launahækkun í síðustu viku og samningamenn hans skála í kampavíni í beinni útsendingu. Dettur nokkrum einasta manni sem minnsta vit hefur á launaþróun og samskiptum á vinnumarkaði, horfandi framan í 16% verðbólgu og allir kjarasamningar losni á næstu 4 mánuðum, að launamenn horfi ekki til þessa fordæmis."
Þótt hinir fái ekki eins mikið og ljósmæðurnar dugar fordæmið þeirra til að lyfta kröfum allra upp fyrir það sem þær annars hefðu verið. Hélt einhver að öll þessi félög hefðu lýst yfir stuðningi við ljósmæðurnar ljósmæðranna vegna???? Nú er uppskerutími.
21.9.2008 | 22:19
Endurspeglar afstöðu sveitarfélaganna á hbsv til almenningssamgangna
Þetta mál endurspeglar afstöðu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til almenningssamgangna. Strætó Bs. er sameignarfélag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er endalaust olnbogabarn. Endalaus uppspretta kostnaðar sem er ekki að öllu leyti kostnaður viðkomandi sveitarfélags og því berjast þau um að þurfa að greiða sem minnst. Því minna því betra. Afleiðingin er fjársvelt almenningssamgöngukerfi sem virkar illa og afleiðingin af því er sú að almenningssamgöngur hafa afarlitla markaðshlutdeild meðal þeirra sem hafa aðra möguleika, þ.e. eru komnir á bílprófsaldur.
Af hverju þarf að breyta þessu?
Markmiðið með almenningssamgöngum er til langs tíma að draga úr þeim fjármunum sem annars færu í umferðarmannvirki, að draga úr mengun vegna bifreiða. Leiðin til að ná ofangreindum markmiðum er sú að efla almenningssamgöngur, gera þær að samkeppnishæfum valkosti.
Ég er sannfærður um að gott almenningssamgöngukerfi getur skapað bíl númer 2, 3, 4... á heimilum töluverða samkeppni. Skv. FÍB kostar að lágmarki 770 þúsund að reka lítinn bíl sem er keyrður 15 þúsund km. á ári. Fjölskyldur sem taka þá afstöðu að reka einungis einn bíl (eða engan) og taka þess í stað strætó fá því 770 þúsund í viðbótarráðstöfunartekjur á ári skattfrjálst. Þetta samsvarar rúmlega milljón króna launahækkun árlega fyrir skatt! Það er því eftir töluverðu að slægjast fyrir neytendur.
Lausnin er því að koma á góðu almenningssamgangnakerfi sem er samkeppnishæft. Það kostar mikla fjármuni en það sparar líka mikla fjármuni, að ekki sé minnst á umhverfisþáttinn.
Hvað er til ráða?
Núverandi skipulag almenningssamgangna gengur ekki. Þetta skipulag sameignarfélags sveitarfélaganna er ekki að "spila sóknarbolta". Þetta er batterí sem hangir á horriminni og mun aldrei þróast neitt því það kostar fjármuni sem sveitarfélögin munu aldrei vera tilbúin að leggja í verkefnið, a.m.k. aldrei öll á sama tíma.
Eini aðilinn sem ég sé mögulegan til að snúa vörn í sókn er Orkuveita Reykjavíkur. Væri Strætó Bs. fært undir OR og verkefninu mörkuð skýr framtíðarsýn gæti það valdið fullkomnum viðsnúningi.
Þegar OR byggir upp sýn veitukerfi er ekki verið að hugsa til skamms tíma. Markmiðið er að ná fram hagnaði á 25 til 40 árum. Fyrirtækið hefur burði til að setja mikla fjármuni í verkefnið með það að markmiðið að markaðshlutdeildin verði orðin almennilega eftir 25-30 ár. Stór höfuðborgarsvæðið nær núna frá Bifröst til Reykjavíkur, út á Reyjanes og austur að Hvolsvelli. Allt þetta svæði þarf að leggja undir eina heildstæða almenningssamgangnaáætlun. Langtímauppbyggingu. Almenningssamgöngur eru í eðli sínu veitustarfsemi þar sem fólki er "veitt" frá einum stað til annars. Um er að ræða "logistic" þar sem verkfræði og umhverfisvænir orkugjafar eru í öndvegi. Það að sameina þekkingu OR og Strætó á þessu sviði væri verkefninu klárlega styrking. Sveitarfélögin myndu ekki heldur þurfa að punga út miklum fjármunum fyrir þennan málaflokk. OR setti í þetta fjármunina og fengi þá tekjurnar þegar fram líða stundir.
Fyrsta skrefið er að flytja starfsemi Strætó undir OR og skapa því skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn. Ég treysti starfsfólki OR og Strætó fullkomlega til að fara alla leið í þessum málaflokki eins og öðrum sem OR kemur nálægt.
Það er kominn tími til að hætta að tala og byrja að framkvæma.
Segja þvert nei við kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2008 | 00:00
Af hverju á ábyrgð tveggja ráðuneyta?
Af hverju er tollurinn hafður á ábyrgð fjármálaráðuneytisins en lögreglan á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins? Ég skil að tollurinn snýst fyrst og fremst um innheimtu á tilteknum gjöldum í ríkissjóð og því ekki óeðlilegt að fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því. Á hinn bóginn sjá þeir um að tilteknum lögum og reglum um innflutningshöft sé framfylgt og dómsmálaráðuneytið ber almennt ábyrgð á lögreglunni sem sér um að lögum sé framfylgt. Almennir lögreglumenn undir stjórn dómsmálaráðherra innheimta líka sektir sem síðan renna til fjármálaráðuneytisins.
Hver eru rökin fyrir því að hafa þetta aðskilið? Má ekki sameina tollinn og lögregluna og láta lögregluna sjá um tollgæslu? Hvað er því til fyrirstöðu?
Ps. Í versta falli gæti lögreglan gert þjónustusamning við fjármálaráðuneytið ef þeir eiga að hafa eitthvað með þetta að gera.
Embætti lögreglustjóra breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 23:42
Þveröfug stefna miðað við New York Rudy Giuliani stefnuna
Í New York tókst Rudy Giuliani fyrrv. borgarstjóra og félögum hans að breyta borginni úr einni hættulegustu borg í heimi í eina þá öruggustu. Sú aðferðafræði sem þeir beittu var að skerpa skilin á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Það þýddi að til hliðar við að sækja á stórglæpamenn lögðu þeir mikla áherslu á smáglæpi og "minniháttar" lögbrot. Hugmyndafræðin var sú að ef það væri almennt viðurkennt að það væri að lagi að brjóta lögin "pínulítið" þá væru mörkin orðin persónubundin en ekki lögbundin. Því drægi úr almennri virðingu fyrir lögum og því sem í þeim stendur. Árangurinn er óumdeildur.
Hér virðist lögreglan vera að leggja áherslu á hin hliðina, þ.e. stórglæpamennina en láta "sóðaskapinn" eiga sig. Ég er ekki sannfærður um að þetta sé skynsamleg leið. Alla vega ákváðum NY menn að fara hina leiðina.
Hætt að elta venjulega Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 13:01
Góður maður!
Hjörleifur er góður maður, gott að vinna með honum og fínn í þessu starfi enda tók hann við góðu búi frá Guðmundi.
Hjörleifur hefur líka mikla reynslu af því að vinna með pólitíkusum sem er lífspursmál í þessu starfi eins og dæmin sanna.
Velkominn til starfa Hjörleifur. Til hamingju Reykvíkingar, Akurnesingar og íbúar Borgarbyggðar!
Hjörleifur Kvaran ráðinn forstjóri OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 22:38
Evrumál - Að éta kökuna og eiga hana samt
Það er vissulega ákveðið aukaflækjustig að vera með sjálfstæða mynt og kemur að einhverju leyti í veg fyrir samkeppni, t.d. á bankamarkaði á Íslandi (þótt íbúafjöldinn hafi nú líklega töluvert með það að gera líka).
Þó er grasið ekki alveg grænt hinum megin heldur, samanber þá aðstöðu sem Spánn og Írland eru í um þessar mundir. Þessar þjóðir er að fara í gegnum töluverðan öldudal en geta ekki beitt myntinni fyrir sig í fallinu. Seðlabanki Evrópu segist ekki blanda sér í málið.
Nú eru stýrivextir og verðbólga svimandi há og grasið því grænna víðast hvar annars staðar. Ef við næðum þeim árangri að uppfylla þær efnahagskröfur sem landið þarf að uppfylla til að geta orðið aðili að Evrunni væri þá ekki stór hluti hvatans við upptöku Evru farinn?
Það er ljóst að lítill bátur veltur meira en stór. Náum við einhvern tímann þeim stöðugleika sem krafist er til að koma til greina sem Evruþjóð? Verðum við þá ekki að hætta að "gleypa fíla" eins og Tryggvi minntist á í Kastljósi í kvöld. Íslendingar eru í eðli sínu þjóð sem hefur "fílagleypingar" að áhugamáli. Þannig höfum við komist þangað sem við erum, inn á völlinn með stóru strákunum. Þar viljum við líka vera. Viljum við eitthvað hætta því? Viljum við lognmolluna sem þyrfti að vera til staðar í efnahagslífinu til að litli báturinn okkar næði stöðugleika stóru bátanna sem krafist er við Evruaðild?
Það er oft erfitt að bæði borða kökuna og eiga hana...
15.9.2008 | 22:37
Það verður ekki samið strax
Slæmu fréttirnar eru þær að það er nær öruggt að ekki verði samið við ljósmæður fyrr en rétt fyrir langa verkfallið eða eftir að verkfallið er hafið. Þangað til er pressan bara ekki nægilega mikil og því munu menn láta reyna á samningaviðræðurnar fram að verkfalli og hugsanlega eitthvað fram í verkfall.
Mín skoðun er sú að það eigi að skapa sambærilegan mun milli hjúkrunarfræðings með bspróf og meistarapróf (ljósmóðir) og t.d. framhaldsskólakennara með bs próf og meistarapróf. Þangað á að fara núna. Síðan fá þær sambærilegar hækkanir og aðrir hópar þegar árssamningar allra renna út á árinu 2009.
Samningar náðust ekki í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |