Á að lækka verð á áfengi???

Í Blaðinu í dag er fjallað um það hvort eigi að lækka verð á áfengi í samræmi við það sem það er í Evrópu.  Þingmenn úr öllum flokkum eru að leggja fram þetta frumvarp og telja það vera í nafni frelsisins og þess að neyslustýringin sé úreld.

Áfengisneysla á Íslandi minnst á Norðurlöndum - Tilviljun?

tafla_neysla_nordurl0ndMeðfylgjandi er tafla yfir neyslu á hreinum vínanda á Norðurlöndunum árið 2004.  Á henni sést að neysla Íslendinga á áfengi er minnst allra Norðurlanda.  Er það tilviljun?  Viljum við breyta því?

Í annarri færslu fór ég yfir það hversu núverandi stefna varðandi áfengi er að virka frá markaðslegu sjónarmiði, þ.e. þegar ætlunin er að af-markaðssetja vöru.

Ekki venjuleg neysluvara 

Ég er ekki sannfærður.  Áfengi er ekki nauðsynjavara heldur lúxusvara sem fólk velur hvort það neytir eða ekki.  Þetta er engin venjuleg vara.  Þetta er vara sem sannarlega er að hafa önnur áhrif á samfélagið en venjulegar neysluvörur s.s. tómatar, húsgögn eða súkkulaði. Um það er ekki deilt.

Hagfræðikenningar

Allar hagfræðikenningar segja að hækkað verð leiði til minni neyslu nema þegar um er að ræða nauðsynjavöru sem neytandinn getur ekki verið án.   Mér þætti persónulega ágætt að fá léttvín og bjór á betra verði en tel að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að lækka verð á áfengi eða draga úr þeirri stefnu sem við höfum fylgt undanfarna áratugi.

Ferðaþjónustan

Ein rökin eru þau að þetta sé nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar.  Fjöldi ferðamanna hefur aukist verulega á hverju ári undanfarin tuttugu ár og eru núna orðnir töluvert fleiri árlega en sem nemur fjölda landsmanna.  Það er rétt að þetta hefur verið óánægjuvaldur erlendra ferðamanna í gegnum tíðina en mér hefur ekki sýnst það vera að hafa rauneruleg áhrif á það hvort fólk kemur til Íslands eða ekki.  Ferðamönnum fer sífellt fjölgandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Taflan er af vef Lýðheilsustöðvar og kemur upprunalega frá Hagstofu Íslands og Alko sem er væntanlega eitthvað sem hefur tekið saman tölurnar á Norðurlöndunum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.7.2007 kl. 23:30

2 identicon

Pólitíkusum finnst gaman að tala um áfengi en eiga svo erfitt með að gera eitthvað í því. Er ekki búið að tala um það í mörg ár að lækka aldurstakmarkið niður í 18 og leyfa sölu í matvöruverslunum? Gæti ekki verið meira sama þó að neysla aukist, enda finnst mér það ekki vera hlutverk yfirvalda að reyna að takmarka neyslu fólks. Það er eitthvað sem einstaklingurinn verður að gera upp við sjálfan sig. Við erum með ein hörðustu áfengislög í heiminum en samt erum við yfir meðaltali þegar kemur að þeim vandræðum sem fylgja drykkju, greinilega ekki að virka þessi stýring. Áfengismenningin okkar er slæm og þróast hægt vegna þess að landslög og viðhorf samfélagsins gefa henni ekki svigrúm. Ég þekki nokkra alka og af minni reynslu hefur verðlag ENGIN áhrif á drykkju þeirra, þeir þurfa sinn skammt og útvega sér hann sama hvað hann kostar. Hátt verðlag hinsvegar eykur líkurnar á að alkinn lendi einnig í fjárhagsvandamálum og jafnvel gjaldþroti.

Neyslustýring er eitthvað sem á heima í kommúnistaríkjum, ekki á Íslandi. Hvort ég drekk sterkt eða létt áfengi kemur yfirvöldum ekki við, hversu mikið magn ég drekk kemur þeim ekki heldur við. Sjálfsagt að áfengisgjaldið fari niður í 0 kr á öllu áfengi.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:47

3 identicon

Blessaður, mér fynst umræða á Íslandi setja vín og sterktáfengi of mikið undir sama hatt. Hér í Frakklandi er mikið um sérvöruverslanir með vín þar sem margfróðir menn um vin og þrúgur vinna. Sterk vín sjást ekki í slíkum verslunum. Mér finnast forréttindi að geta keypt grænmetið hjá grænmetissalanum, kjötið hjá slátraranum, fiskinn í fiskbúðinni, ostinn í ostabúðinni, brauðið hjá bakaranum og vínið hjá vínsalanum.

Vín, víndrykkja og vínmenning hefur lítið með sterkt áfengi að gera. Að sjálfsögðu ætti að lækka skatta og auðvelda fyrir smávöruverslun með vín. Ekki vegna neinnar ferðaþjónustu, heldur vegna okkar sjálfra og okkar "bien etre".   

Rósa Rut (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband