17.9.2007 | 23:41
Þrjár ástæður sem hjálpa til...
1) Fyrirtæki greiða 8% í lífeyrissjóð starfsmanna á almennum markaði en ríki og sveitarfélög greiða 11,5%. Þar liggja 3,5%.
2) Í kjarasamningum opinberra starfsmanna er áminningarferli og andmælaréttur sem gerir að það verkum að ekki er hægt að reka þá sem ekki standa sig. Þeir mæta með lögfræðinga stéttarfélagsins til að andmæla áminningunni sem er mjög erfitt að eiga við þar sem sönnunarbirgði er oft erfið. Það greiðir enginn starfsmanni sem hann getur ekki sagt upp há laun. Ef þú greiðir einhverjum há laun þá verður þú að geta losað þig við hann ef hann stendur sig ekki. Annars situr þú bara upp með starfsmanninn óhæfan á háum launum.
3) Kjarasamningarnir eru ekki nægilega sveigjanlegir. Forstöðumenn geta ekki greitt duglegu fólki hærri laun en fólki sem ekki er jafn duglegt því einhvern tímann tókst þeim lötu að setja "sömu laun fyrir sama starf" inn í samninga. Það gerir það að verkum að allir eru á jafn lágum launum og sveigjanleikinn er bundinn í breytur eins og starfsaldur, lífaldur o.fl. sem hefur oft engin áhrif á afköst.
Allt að 30% launamunur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.