10.11.2007 | 02:06
Gott mál! Ekki öll eggin í sömu körfu
Þetta er mjög gott mál. Vægi álframleiðslu í efnahagslífi landsins, hvað þá heldur efnahagsreikningi Landsvirkjunar er orðið í það mesta og ef bæta á við þeim álverum sem eru á teikniborðinu verður vægi áls orðið of mikið.
Það er afleitt ef stór hluti efnahagslífsins, sem og Landsvirkjunar, sveiflast eingöngu með tilliti til álverðs. Falli verð á áli þá gæti það haft veruleg áhrif ef við gætum ekki að okkur og setjum eggin í fleiri körfur.
Nú eru komin fram ný efni, t.d. kolefnisefnin sem notuð eru á flugvélar og eru bæði léttari og sterkari en ál. Hvar er þá ál á líftímakúrfunni? Verður ennþá sama eftirspurn eftir því eftir 30 ár? Það er alls ekki víst. Þá er eins gott að við veðjum ekki öllu á sama hestinn.
Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.