Stjórnmálamennirnir búnir að slátra útrásinni - Nú snúa þeir sér að innanlandsstarfseminni

Ef þetta lið fer eins með innanlandsstarfsemi fyrirtækisins eins og það hefur farið með útrásina þá eigum við ekki von á góðu.
mbl.is Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Mig grunar að þetta útrásar ævintýri hafi verið skipulagt í örvæntingu af mönnum sem eru að tapa allverulegum upphæðum af peningum.

Steini Pípari

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2007 kl. 01:58

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...og hvernig rökstyður þú það?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.11.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég er því miður ekki á opinberum launum við að blogga á netinu en það sem ég er að segja er grunur sem er nú þegar byrjaður að rætast og tapið hjá þessum mönnum á eftir að verða meira og meira og meira, þeim tókst ekki að blekkja almening að þessu sinni :)

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þú ert þá væntanlega að tala um Hannes Smárason og félaga.

Það velkjast fáir í vafa um að þarna liggja gífurleg tækifæri en maður þarf að hafa fyrir því að sækja þau og það mun taka tíma að ná hagnaðinum til baka.  Allt gerist á löngum tíma í orkubransanum.  Það gerist hins vegar ekkert ef stjórnmálamennirnir slátra því í fæðingu.  Einkaaðilarnir munu hins vegar ekki leyfa þeim það, til þess eru of háar upphæðir í spilinu.  Þeir munu einfaldlega hreinsa upp lykilstarfsmenn OR og gera þetta sjálfir.  Þeir einu sem munu tapa eru OR og eigendur þess fyrirtækis, en fyrirtækið mun standa eftir stórlaskað, þökk sé stjórnmálamönnunum, með tilheyrandi tapi kjósendanna.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.11.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er mjög gott að einkaaðilar reyni við þennan markað en það er rétt hjá þér að þar er líka framboð og eftirspurn, og frá því að ég fór að skilja eftirspurnar dæmið, þá veit ég að það fyllist mjög fljót upp í eftirspurnar götin ef þau myndast.

Það er alltaf gaman að taka þátt í að fylla í eftirspurnina í öllum rekstri, en það á ekki að vera hlutverk stjórnsýslunnar, að mínu mati á hún aðeins að þjóna almenning í gegnum skattgreiðslu í mjög takmörkuð sviði aðallega til almennu öryggi og heilla og við eigum að veita þeim aðhald á fjögra ára fresti.

Ég velti því tildæmis fyrir mér hvað hefði orði af útrás Jóns Ásgeirs og Íþróttaálfsins ef opinber útrás á starfsemi þeirra hefði verið fyrir í landinu ?

Þú þarft ekki að óttast að verði eftirspurn eftir starfsmönnum frá OR.

Ég er búinn að hafa góð samskipti við Orkuveituna í allmörg ár og þar er mjög gott fólk í störfum, en ég man ekki eftir því að hafa rekist á snillinga þar, enda veljast ekki slíkir menn til starfa hjá opinberum fyrirtækjum.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Munurinn á matvöruverslunum, íþróttaálfinum og orkumálum er að í tveimur fyrrnefndu geirunum liggur þekkingin í einkafyrirtækjunum.  Í orkugeiranum liggur hún hjá opinberum aðilum.

Jarðfræðingarnir sem sinnt hafa rannsóknum á þessu sviði fyrir hönd OR og þeir sem hafa leitt útrásina fyrir hönd OR eru þeir einstaklingar innan fyrirtækisins sem gegna lykilhlutverki í þessu verkefni ásamt t.d. Guðmundi Þóroddssyni.  GGE er búið að sækja sér Ásgeir Margeirsson sem leiddi þessa starfsemi fyrir hönd OR ásamt Guðmundi og mun án efa sækja sér hina lykilstarfsmennina.  Um er að ræða einstaklinga með mikla þekkingu á þessum markaði, persónuleg tengsl í gegnum jarðhitaskólann og störf þeirra fyrir OR, tengsl og þekkingu sem skiptir miklu í þessu sambandi.  Án þeirra er verkefnið verulega skaðað.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.11.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband