Af hverju í ósköpunum á ég (ríkið) að borga hvíldaraðstöðu fyrir starfsmenn flutningafyrirtækja?

Af hverju í ósköpunum á ég (ríkið) að borga hvíldaraðstöðu fyrir starfsmenn flutningafyrirtækja?
mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Svarið er einfalt:

Vegna þess að ríkið samdi lögin og þá á ríkið auðvitað að gera fólki kleift að uppfylla lagaskilyrðin.  Svo gildir þetta ekki eingöngu um flutningafyrirtækin.

Ef þér væri skilt að stimpla þig inn í vinnunni en engin stimpilklukka væri á staðnum hvað ættir þú þá að gera ?  Kaupa þína eigin klukku ? 

B Ewing, 28.3.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér er líka skylt samkvæmt lögum að hafa stefnuljós á bílnum mínum en ríkið kaupir þau samt ekki fyrir mig.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.3.2008 kl. 13:20

3 identicon

Ef ríkið (þú) ætlast til þess með laga eða með setningu reglugerðar að þessir menn eigi að taka sér hvíld eftir 4.5 klst akstur, þá á það að vera á ábyrgð ríkisins að búa til malbikuð plön þar sem þessir menn geta átt kost á því að leggja bílunum og hvíla sig. Það liggur bara í augum uppi. Það er enginn að tala um fjögurra stjörnu hótel neitt heldur aðallega bílaplön þar sem menn geta lagt bílunum.

Ég persónulega myndi vilja sjá það frekar en að vita af mönnum þreyttum við akstur á þessum stóru bílum eða þá að þeir "leggji" út í kanti.

Þetta er eitthvað sem vegagerðin þarf að taka á fyrir tilstuðlan ríkisins.

Rútur Örn Birgisson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Marilyn

Er það s.s. ekki þinn hagur að örþreyttir vörubílstjórar fái að hvíla sig. Viltu frekar lenda í árekstri við þá úti á þjóðvegunum vegna þess að þeir gátu ekki hvílt sig?

Marilyn, 28.3.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

er ríkið eitthvað skyldugt til að skaffa þér vegi?

Ólafur Tryggvason, 28.3.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég get hugsanlega tekið undir það að æskilegt er að þeir hafi aðgang að plönum til að stoppa bílana og leggja sig.  Frekari rekstur á aðstöðu finnst mér ekki vera hlutverk ríkisins.  Einkaaðilar hljóta að finna sér þörf til að þjónusta þessa viðskiptavini.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.3.2008 kl. 13:42

7 Smámynd: B Ewing

Ríkið kemur hinsvegar í veg fyrir að þú fáir að flytja inn bíl sem er ekki með stefnuljós kallinn minn.  Einnig færðu ekki skoðun á bíl sem hefur stefnuljósin í ólagi.

Þannig að þú verður bara að sætta þig við að hafa stefnuljós á bílnum. 

B Ewing, 28.3.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband