Athyglisvert bréf Víglundar Þorsteinssonar

Það er athyglisvert að lesa bréf Víglundar Þorsteinssonar til Þorsteins Pálssonar á Vísi.is.

Þar ræðir hann um viðbrögð ESB við fjármálakreppunni og hvort það hefði skipt miklu eða litlu hefðum við verið þar inni núna.

Hann segir meðal annars:

Allir sem vilja sjá og heyra vita að á leiðtogafundinum í París 4. okt. sl. hafnaði Merkel samstöðu og lýsti því afdráttarlaust yfir að gjaldeyrisvarasjóður Bundesbank væri til að bjarga þýskum og engum öðrum. Á fundi í Lúxemborg 7. október og í París 12. október voru gerðar endurnýjaðar tilraunir til sameiginlegrar stefnumótunar en án árangurs.

Staðreynd mála er einföld í Evrulandi í dag. Hver seðlabanki rær einn á báti. Þjóðverjar hafa hafnað sameiginlegri stefnu og ríkisstjórnir í Evrulandi hafa þurft að gefa út mismunandi ábyrgðir á spariinnstæðum frá einu landi til annars. Nokkuð sem að sjálfsögðu ógnar innbyrðis stöðu bankakerfanna í Evrulandi, en reynt er að láta líta svo út að allir séu vinir. Reynið að gera eins og ég, segir Angela, og þá heldur fólk kannski að við séum með eina stefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Það getur ekki verið hlutverk Seðlabanka Þýskalans að aðstoða Portúgal. Það gerir Seðlabanki Evrópu hinsvegar. Alveg eins og þegar áhlaupið um daginn var á dönsku krónuna. Þá var það ekki Seðlabanki Frakklands sem lýsti því yfir að danska krónan yrði varin fram í rauðan dauðann. Það var Seðlabanki Evrópu sem gerði það. Það má ekki rugla saman seðlabönkum einstakra aðildarríkja ESB og sameiginlegum seðlabanka þeirra allra, Seðlabanka Evrópu. Seðlabanki Þýskalands hefur allt öðru hlutverki að gegna en Seðlabanki Evrópu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband