Stjórnmálamenn hafa stolið lýðræðinu - Mikil gæfa að hafa sem forseta fagmann sem stendur í lappirnar

Það er mikið gott að Ólafur Ragnar skuli vera forseti, með bein í nefinu og prófessor í stjórnmálafræði til áratuga sem ekki verður svo auðveldlega stungið upp í.  Hann hefur staðið sig vel í því að tryggja að forsetaembættið öðlaðist þann sess sem það raunverulega hefur samkvæmt stjórnarskrá en stjórnmálamenn landsins hafa ákveðið að hundsa þar sem það dregur úr þeirra einræði.

Það er með ólíkindum að á þeim 65 árum sem lýðveldið Ísland hefur verið við lýði hefur engum stjórnmálamanni dottið í hug að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur.  Það eru ekki til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur í landinu!!

Það er líka með ólíkindum, þótt það sé auðvitað í eðlilegu samhengi við annað, að þegar forsetinn vísaði fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðarinnar á sínum tíma héldu stjórnmálamenn landsins því fram að hann gæti það ekki.  Þingið, þ.e. þeir sjálfir, réðu þessu EINIR og enginn annar gæti komið að því, ekki einu sinni þjóðin, þeirra yfirmaður.

Það er einnig með ólíkindum að enginn forseti í meira en hálfa öld hafi séð ástæðu til að vísa einu einasta máli til þjóðarinnar þangað til Ólafur gerði það 2004.  Ísland verandi lýðræðisríki þar sem þjóðin (lýðurinn) ræður getur þetta ekki verið eðlilegt.

Oft hafa stjórnmálamenn reynt að lagfæra stjórnarskránna en verandi sú sjálfhvera stétt sem þeir eru hefur það ekki tekist því þá missa þeir spón úr aski sínum.  Þvert á móti hafa þeir sannfært sjálfa sig um að þeir ráði öllu EINIR með því að útiloka að málskotsrétturinn geti staðist, sannfært sjálfa sig um að forsætisráðherra geti einn slitið þingi, bannað þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv.

Það þarf verulega að taka til í lýðræðiskerfi þjóðarinnar.  Það þarf að vera algerlega á hreinu, ófrávíkjanlegt og jafnframt framkvæmanlegt að ÞJÓÐIN hefur síðasta orðið hafi hún ÁHUGA á því.  Þingið og framkvæmdavaldið sjá um rekstur landsins frá degi til dags en telji þjóðin ástæðu til þá getur hún, eins og aðrir yfirmenn á öðrum vinnustöðum, sagt sína skoðun á málum.  Sú skoðun stendur, þetta er jú lýðræðisríki - hún er yfirmaðurinn - ALLTAF!


mbl.is Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Heyr heyr! var nú ekki beint Ólafs-manneskja hér áður fyrr en hann hefur algjörlega viðsnúið áliti mínu á honum.

Við þurfum ekki húddskraut!

Kolbrún Kvaran, 28.1.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband