Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það segir nú meira en mörg orð um þau skemmdarverk sem Svandís og Sjálfstæðismennirnir hafa unnið á OR og REI þegar afarhæfur maður eins og Bjarni sem fyrir tveimur mánuðum var tilbúinn að setja 1,5 milljarða í verkefnið yfirgefur skútuna og fer.
Önnur eins skemmdarverk af hálfu stjórnmálamanna hafa ekki verið unnin mjög lengi á almannaeigum. Bjarni var búinn að semja um 10 milljarða "goodwill" af hálfu OR/REI við samrunann. Þeir fjármunir áttu síðan að mati flestra mjög góða möguleika á að ávaxtast og OR hefði geta selt þau hlutabréf eftir einhver ár.
Í stað þess að gera smávægilegar breytingar á samningnum, laga á honum misfellur og halda síðan áfram með hugsanlega lítillega lægra "goodwill" vegna breytinga á samningum þá er búið að henda þessu öllu saman. Borgarfulltrúar Reykjavíkur með Svandísi í broddi fylkingar hafa því t.d. haft 500 milljónir af Akranesbæ með því að slátra fyrrnefndum 10 milljörðum en Akranesbær á 5% í OR/REI.
Skelfilegt!
![]() |
Bjarni: fer skaðlaus frá borði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 16:39
Tækifæri fyrir karlalandsliðið í fótbolta

![]() |
Keppinautur Þóreyjar Eddu skiptir um kyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2007 | 15:04
Hvað er afskiptahraði?
Hvað er afskiptahraði? Er ekki nóg að hafa einn hámarkshraða? Af hverju hefur lögreglan ekki bara afskipti ef hraðinn er kominn upp fyrir hámarkshraða? Það á að vera skýrt hvenær þú ert að brjóta lögin og hvenær ekki og löggan á að taka þig ef þú ert á 62 km hraða þar sem hámarkshraði er 60. Þá væri sektin bara ca. þúsund kall á kílómetra en hækkaði síðan eftir því sem ofar dregur.
Þetta var leiðin sem Giuliani fór þegar hann var borgarstjóri í New York. Gerði það skýrt hvenær fólk var að brjóta lög og hvenær ekki. Á meðan það eru ekki lögin sem skipta máli heldur einhverjar óskráðar reglur augnabliksins þá mun fólk aldrei fara eftir þeim. Svo einfalt er það.
![]() |
Flestir á löglegum hraða í Hvalfjarðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað ætli gerist á eigendafundi OR og REI um helgina. Þetta er líklega einn allra mikilvægasti fundur sem haldinn hefur verið í íslenskum stjórnmálum mjög lengi. Hagsmunirnir nema milljörðum og til mjög langs tíma.
Nú er fullkomin óvissa
Nú eru Svandís og félagar búin að ná pólitískri samstöðu um ekki neitt. Þau eru búin að ákveða að rifta þeim samningum sem hafa verið gerðir, þau eru búin að ákveða að samt verði haldið áfram í útrásinni en þau hafa ekki ákveðið hvernig. HVERNIG er auðvitað lykilatriðið í málinu og þangað til niðurstaðan úr því kemur er fullkomin óvissa á þessu sviði, ekki hægt að gera neina samninga eða halda áfram með verkefnið. Við vitum ekki hvort þeir ætla algjörlega að hætta við allt saman eða hvort þeir ætla að endurgera samningana með breytingum. Óvissan er algjör.
Byggjum upp landsliðið í jarðvarma
GGE er samansett úr stórum og sterkum aðilum á sviði orkumála. Inni í fyrirtækinu eru t.d. Jarðboranir sem eru leiðandi á heimsvísu á sviði boranna á jarðhitasvæðum, VGK/Hönnun sem hefur verið í lykilhlutverki varðandi hönnun virkjanna undanfarin ár, Glitnir sem hefur undanfarið verið að byggja upp hjá sér þekkingu á fjármögnunarhluta þessa geira, Hitaveita Suðurnesja sem hefur mikla reynslu af rekstri jarðvarmavirkjanna, rannsókna og fleiri þátta á sviði jarðvarma. Hinn stóri aðilinn á þessu sviði á Íslandi er OR. Auðvitað á að sameina þetta í einn stóran aðila, landsliðið í virkjun jarðvarma, og leggja til atlögu við heiminn sameinuð með alla þekkinguna innanborðs. Er eðlilegt að OR/REI sláist við GGE á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og nýti til þess almannafé? Auðvitað ekki.
Fjármagnið frá einkaaðilum - Þekkingin frá OR
Hugmyndin með sameiningu REI og GGE var sú að einkaaðilar kæmu með megnið af fjármagninu (að undanskildum 2,6 milljörðum sem settir voru í fyrirtækið í upphafi) en OR/REI kæmi með hugvit, orðstýr og þekkingu. Þá væri ekki verið að nýta almannafé í ævintýraferð til Asíu heldur væri fjármagn einkaaðilanna nýtt. Til viðbótar væri þetta veruleg tekjulind fyrir OR sem myndi þjónusta hið nýja fyrirtæki með rannsóknum og ýmss konar sérfræðiþjónustu.
Hitaveita Suðurnesja
REI/GGE eru einungis að marka sér stefnu erlendis enda ekki mikið að hafa innanlands. Umræðan um orkulindir innanlands á algjörlega heima utan þessarar umræðu, þó með einni undantekningu. Með því að sameinast REI og gera þjónustusamning við OR þarf GGE ekkert á Hitaveitu Suðurnesja að halda lengur. Reykjanesbær eða ríkið væri því í mun betri aðstöðu til að kaupa HS til baka ef það er áhugi fyrir því á þeim bænum. HS gæti síðan þess vegna keypt sig inn í REI/GGE eins og OR og verið þannig með í útrásinni á sínum eigin forsendum. Verði hætt við sameininguna skiptir HS öllu máli fyrir GGE sem munu gera það sem þeir geta til að ná yfirtökum í fyrirtækinu.
Samruninn skapar tekjur til almennings og störf fyrir vel menntað fólk næstu áratugi
Mín skoðun er sú að það eigi að halda áfram með samruna GGE og REI. Þannig sameinumst við í einn mjög sterkan aðila sem getur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi en höldum nýtingu almannafjár í verkefninu í lágmarki. Þess í stað tryggjum við að almannafyrirtækið OR taki inn tekjur sem styrkir það í sinni starfsemi og gerir því kleift að standa styrkari fótum. Það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þessi nýju verkefni skapa störf fyrir velmenntað fólk á þessu sviði til næstu áratuga, verkfræðinga, jarðfræðinga o.fl. sem er mikill styrkur fyrir OR, eigendur OR og Ísland almennt.
Breytingar á samningum æskilegar
Sé það vilji eigenda OR að gera breytingar á þjónustusamningnum við sameinað REI, setja inn í hann t.d. tveggja ára uppsagnarfrest þannig að OR geti fengið stjórn á vörumerki sínu verði fyrirtækið komið á markað, ókunnir aðilar teknir við því og farnir að stunda starfsemi sem OR samþykkir ekki (t.d. barnaþrælkun í Djibuti) þá finnst mér það hið besta mál.
Hinn möguleikinn - Almenningur tapar
Hinn möguleikinn er sá að samruninn verði tekinn til baka. Þá mun GGE einfaldlega sækja sér lykilstarfsmenn Orkuveitunnar og gera þetta sjálft án hennar. GGE mun ekki fá orðstýr OR en þó töluvert af honum með starfsfólkinu þar sem jarðhitaheimurinn er ekki ýkja stór. Þeir sem kennt hafa í Jarðhitaskóla SÞ jafnvel í áratugi og sótt alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur til margra ára og áratuga þekkja mjög marga á þessu sviði í heiminum persónulega.
Verði þetta niðurstaðan munu einkaaðilarnir taka gróðann (sem líklegt er að náist þótt það sé auðvitað ekki öruggt). Almannafyrirtækið OR mun hins vegar tapa og þar með eigendur þess og sitja eftir með sárt ennið án lykilfólksins, án teknanna og án hagnaðarins ef hann kemur einhvern tímann í hús.
Það að bakka með allt saman er því verulega vond niðurstaða, sérstaklega fyrir almenning (eiganda OR) sem situr þá eftir og fær ekkert í sinn hlut.
Ps. Bendi á grein Magnúsar Árna Skúlasonar í Mogganum í gær á blaðsíðu 28. Þar kemur fram margt athyglisvert varðandi sambúð opinberra- og einkaaðila í orkugeiranum.
13.11.2007 | 22:42
Stjórnmálamennirnir búnir að slátra útrásinni - Nú snúa þeir sér að innanlandsstarfseminni
![]() |
Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2007 | 02:06
Gott mál! Ekki öll eggin í sömu körfu
Þetta er mjög gott mál. Vægi álframleiðslu í efnahagslífi landsins, hvað þá heldur efnahagsreikningi Landsvirkjunar er orðið í það mesta og ef bæta á við þeim álverum sem eru á teikniborðinu verður vægi áls orðið of mikið.
Það er afleitt ef stór hluti efnahagslífsins, sem og Landsvirkjunar, sveiflast eingöngu með tilliti til álverðs. Falli verð á áli þá gæti það haft veruleg áhrif ef við gætum ekki að okkur og setjum eggin í fleiri körfur.
Nú eru komin fram ný efni, t.d. kolefnisefnin sem notuð eru á flugvélar og eru bæði léttari og sterkari en ál. Hvar er þá ál á líftímakúrfunni? Verður ennþá sama eftirspurn eftir því eftir 30 ár? Það er alls ekki víst. Þá er eins gott að við veðjum ekki öllu á sama hestinn.
![]() |
Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2007 | 18:32
Hvernig á að vera hægt að vinna með stjórnmálamönnum?
Athyglisvert að það eru ekki nema tvö ár eða svo síðan nýju raforkulögin tóku gildi. Þar var sérstaklega búinn til markaður fyrir FRAMLEIÐSLU og sölu á rafmagni. Nú eru allir á móti því að orkulindirnar séu í einkaeigu stuttu eftir að bændur um allt land hafa verið reisandi virkjanir og borandi borholur til raforkuframleiðslu.
Á landsfundi Sjálfstæðismanna 2007 var sérstaklega tekið fram í ályktun að auka eigi aðkomu einkaaðila að útrás orkufyrirtækjanna. Í október var það skyndilega í algjörri andstöðu við stefnu sama flokks, a.m.k. ef maður á að taka mark á borgarfulltrúum og alþingismönnum sem studdu borgarstjórnarfulltrúana í vitleysunni.
3. október greiddu Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Samfylkingarmenn atkvæði með sameiningu REI og GGE auk þjónustusamningsins við OR. Mánuði seinna riftu þeir öllu.
Hvernig á að vera hægt að vinna með stjórnmálamönnum?
2.11.2007 | 13:35
Fullkomlega eðlileg viðbrögð Hannesar
Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð hjá Hannesi. Hann sagði réttilega að hann hefði gert samning sem samþykktur hefði verið á löglegan hátt af þar til gerðum aðilum sem hafa umboð til að taka þessa afstöðu, þ.e. stjórn OR og eigendafundur OR. Þeir hefðu getað beðið með að samþykkja samninginn eða hafnað honum en þeir samþykktu hann. Þar með öðlast hann gildi.
Hannes sagði því að það væru þrír kostir í stöðunni: 1) Standa við samninginn. 2) Gera nýjan samning. 3) Fara í mál við OR og krefjast þess að annað hvort verði staðið við samninginn eða greiddar skaðabætur.
Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð. Þegar þú gerir samninga við einhverja þá verður þú að geta treyst því að þeir ætli sér að efna samningana sem þeir gera og skrifa undir. Það er fullkomlega eðlileg krafa.
![]() |
Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 23:16
Hefur ekki lögvarða hagsmuni - Borgarstjóri verður að sækja málið
Eigendafundur er fundur þeirra sem halda á hlutabréfum í OR. Það eru þrír einstaklingar: borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.
Svandís átti því ekkert hlut í eigendafundinum eða rétt til veru á honum. Því hefur hún ekki lögvarða hagsmuni og getur ekki sótt málið. Borgarstjóri verður að sækja málið fyrir hönd Reykjavíkurborgar ef það á að vera dómtækt. Ég get ekki lögsótt húsfélagið í næsta húsi vegna boðunar á fund sem ég á ekkert tilkall til þátttöku í. Einungis þeir sem eiga hagsmuni af fundinum og hafa leyfi til að mæta á hann geta kært hann. Þess vegna er málið ekki tómtækt og því er ekki hægt að taka afstöðu til þess fyrir dómi. Svo einfalt er það.
![]() |
Svandís: Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi dómsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 17:51
Pólitísk sátt um ekki neitt
Það var ekkert mál að ná pólitískri sátt um að rifta þessu. Það var að sjálfsögðu ekkert mál að ná pólitískri sátt um stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni enda tekur Orkuveitan því fagnandi.
Núna er hins vegar tóm. Fullkomin óvissa um framhaldið. Hvað verður í raun og veru gert bæði við OR og REI. Nú veit enginn neitt því engin ákvörðun hefur verið tekin. Það er mjög auðvelt að ná samstöðu um ekki neitt.
![]() |
Endurnýjuð útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |